Fréttir

Þessi vika

28.9.2020

Ágætu nemendur og forráðamenn.


Viðvarandi Covid-19 ástandi ætlar ekki að linna í bráð. Þrátt fyrir talsvert mörg smit í samfélaginu er ætlun okkar skólayfirvalda að byrja að hleypa inn nemendum í smáum stíl þessa viku.


Mjög ströng grímuskylda verður í öllum skólanum; í kennslustofum, á göngum skólans og í öllum öðrum rýmum. Nemendur eru hvattir til þess að koma með sínar eigin grímur, en einnig verður hægt að fá grímur á skrifstofu skólans. Allir nemar sótthreinsa borð sín í upphafi kennslutíma, og við virðum 1 metra regluna og 2 metra regluna þar sem hægt er. Nemendur eru einnig hvattir til þess að koma með nesti með sér þar sem matsala verður lokuð þessa viku.


Mæting nemenda í vikunni er eftirfarandi:
*Mánudagur 28. september og út vikuna – Nemendur á sérnámsbraut.
*Þriðjudagur 29. september og út vikuna – Nemendur í verklegum áföngum í Heilbrigðisskólanum og nemendur á sjúkraliðabrú.
*Miðvikudagur 30. september og út vikuna – Nemendur sem eru í ÍSAN og ÍSTA áföngum.
*Fimmtudagur 1. október og út vikuna – Nemendur sem eru í UN, GR og BY áföngum í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði og LÍFS1ÉG03 og UMSJ1ÉG01 áföngum.

Kennsla í öllum öðrum áföngum verður í Teams þessa viku eins og verið hefur.
Ráðgert er svo að allir nemendur skólans komi nk. mánudag 5. október í skólann í staðkennslu.


Allt ofanritað er að sjálfsögðu með ýmsum fyrirvörum. Ef eitthvað óvænt kemur upp, verður brugðist við því og nemendur og forráðamenn látnir vita af því eins fljótt og auðið er.

Kveðja.

Magnús Ingvason

Skólameistari FÁ