Fréttir

Tölvuleikjanemendur í heimsókn

15.11.2022

Nemendur í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur, saga, þróun og fræði í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kíktu í heimsókn til Aldin Dynamics á dögunum og tóku meðal annars þátt í notendaprófunum í sýndarveruleika. Darri Arnarson hjá Aldin tók á móti hópnum og fræddi nemendur um þróun sýndarveruleika og fyrirtækið sem sérhæfir sig á því sviði. Að lokum fengu nemendur að taka þátt í notendaprófunum fyrir nýjustu uppfærsluna á Waltz of the Wizard, sem er sýndarveruleikaupplifun þar sem notendur fá að leika sér með galdra og töfra. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Waltz of the Wizard á heimasíðu Aldin Dynamics