Fréttir

Tónlistarkeppnin FÁ19 er í kvöld!

7.3.2019

Í kvöld klukkan átta verða slegnir strengir og barðar bumbur í sal skólans. Hin árlega tónlistarkeppni FÁ blæs í lúðrana. Þessi skemmtun er einn af hápunktum skólalífsins og því ætti enginn með viti að láta hana fram hjá sér fara. Hleypt er inn klukkan sjö í kvöld og það sem meira er, það er ókeypis inn! Og þar með hefur enginn afsökun fyrir að láta ekki sjá sig í kvöld og njóta þess að vera einn af góðum hópi. Vive la musique!