Fréttir

Tónsmiðjan með hádegistónleika

4.11.2019

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!