Fréttir

Umhverfisdagar að baki

18.3.2021

Vel heppnaðir Umhverfisdagar FÁ eru að baki þetta árið, en umhverfisfulltrúar skólans og umhverfisráð nemenda stóðu fyrir glæsilegri tveggja daga dagskrá.


Dagskráin hófst með hrósi til félagsfræðakennarans Kristjáns Leifssonar fyrir áberandi litla pappírssóun í sinni kennslu, og tók Kristján afar stoltur við viðurkenningunni "Pappírs-Pési FÁ 2021". Boðið var upp á fjóra fræðandi fyrirlestra þessa daga. Eydís Blöndal fjallaði um loftslagskvíða, Sævar Helgi Bragason um leiðir til að lifa umhverfissinnaðra lífi, Thor Aspelund og Jóhanna E. Torfadóttir um flexiterian mataræði og loks ávarpaði umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nemendur og starfsfólk.


Þá var boðið upp á heimildarmynd um fataframleiðslu, fataskiptimarkað og Kahoot-spurningakeppni með umhverfisverndarþema. Og auðvitað voru nemendur og starfsmenn hvattir til að skilja einkabílinn eftir heima þessa daga.

8_1616071102249 2_16160711306135_1616071130655