Fréttir

Val fyrir vorönn 2019

31.10.2018

Sá á kvölina sem á völina, er stundum sagt en það er varla mikil pína að velja nám fyrir næstu önn. Það er bara að fara inn á INNU og ganga frá valinu. Valið er opið fram til 2. nóvember og því ekki seinna vænna að ganga frá því ef það hefur ekki þegar verið gert. Umsjónarkennarar eru til aðstoðar ef einhverjar spurningar í sambandi við valið vakna.