Fréttir

Verðlaunaafhending Landverndar

12.5.2020

Í dag veitti Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Landverndar, Ásdísi Rós Þórisdóttur viðurkenningarskjal og verðlaun fyrir 2. sætið í samkeppninni "Ungt umhverfisfréttafólk". Verðlaunin voru ekki af síðri endanum - gjafabréf í FlyOverIceland, Berserk axarkast, Vistveru, Rauða kross búðirnar og Pixel.

Seinna í maí verður rafræn sýning á öllum ljósmyndaverkefnum FÁ-nemenda sem tóku þátt í þessari glæsilegu samkeppni. Verðlaunamynd Ásdísar, Congratulations humanity, mun svo keppa í Alþjóðakeppninni "Young Reporters for the Environment".

96378280_2793618264069703_8327591233576763392_o