Fréttir

Vetrarvika FÁ

29.11.2019

Í tilefni fallega vetrarveðursins og þess að framundan eru annarlok, vetrarsólstöður og jólahátíð var "Vetrarviku" fagnað í FÁ síðustu daga. Nemendafélagið bauð upp á hangikjöt og uppstúf, kakó og smákökur, jólabíó og popp, kahoot-keppni um alþjóðlegar vetrarhátíðir, piparkökuskreytingar, jólasveinaheimsókn, jólagjafir, jólatré og verðlaun fyrir bestu jólapeysuna. Nemendur halda því inn í síðustu kennsluviku ársins mettir og glaðir.