Fréttir

Vetur kóngur knýr á dyr

27.10.2018

Fyrsti vetrardagur er í dag. Nú fer að frysta og snjóa og myrkrið grúfir sig yfir landið. En örvæntum ekki. Sumardagurinn fyrsti kemur eftir sex mánuði. Nú eru ekki nema rúmlega sex kennsluvikur eftir af þessari önn. Tíminn flýr hratt. Hvað sem kulda og myrkri líður eru jólin samt skemmra undan en margur heldur. Ljósið í myrkrinu og við höldum okkar striki, stöndum okkar plikt og lifum og lærum sem aldrei fyrr. Er óhætt að segja: Gleðilegan vetur?