Fréttir

Viðrar vel til Árdaga 2018

28.2.2018

Í dag, er aðeins kennt í tvo fyrstu tímana en svo hefjast Árdagar 2018 opinberlega og standa fram á morgun. Nú ættu allir að vera búnir að skipa sér í lið, velja sér lit, og svo er að sjá hvernig liðin spila úr kortunum sínum. Það er vonandi að allir taki þátt í gleðinni sem einkennir Árdaga og það verður spennandi að sjá hvaða lið fer með sigur af hólmi í keppninni á morgun. Um að gera, hrista af sér rykið og spretta úr spori, tala saman, hlæja og gera góðlátlegt grín hvert að öðru en umfram allt, skemmta sér vel.