7.2. Heilbrigðisskólinn

Nær öll kennsla í heilbrigðisgreinum fer fram í suðurálmu skólans. Þar eru sérhæfðar kennslustofur fyrir mismunandi greinar í heilbrigðisfræðum, t.d. í sjúkraliðanámi, nuddi, tanntæknanámi, lyfjatæknanámi, o.fl. Einnig eru almennar kennslustofur fyrir nemendur sem þeir hafa aðgang að þegar kennsla er ekki í gangi og einnig eftir að kennslu lýkur á daginn. Almennar kennslustofur þjóna hlutverki heimastofa því áhersla er lögð á að hafa námsbrautir í sömu stofum alla daga.

Verkleg kennslustofa sjúkraliða

(Siðast uppfært 6.2.2017)