7. Húsnæði og aðstaða

Skólinn er við Ármúla 12 og er vel staðsettur með tilliti til almenningssamgangna og annarrar þjónustu. Íþróttakennsla fer fram í Framheimilinu í Safamýri og í líkamsræktarsal skólans. Árið 2008 var hafist handa við að byggja nýtt 2900 m2 húsnæði við skólann og var þeim framkvæmdum lokið á 30 ára afmæli hans 7. september 2011. Fjölnotasalur, nýtt bókasafn og mötuneyti nemenda voru tekin í notkun á haustönn 2010 og suðurálman með aðstöðu fyrir sérnámsbraut, starfsfólk og Heilbrigðisskólann á haustönn 2011. Gott aðgengi er fyrir fatlaða og um 200 bílastæði eru á lóð skólans.



Skólabygging


(Síðast uppfært 2.02.2017)