Aðgerðaráætlun 2018/2019

Sjálfbær skóli - markmið og mælikvarðar

A. Kennslufræðileg markmið

Markmið: Að auka námsaðstoð við nemendur.
Aðgerð: Að bjóða upp á námsaðstoð í Setrinu, þar sem nemendur geta fengið aðstoð kennara og eldri nemenda í sem flestum námsgreinum, íslensku, ensku, stærðfræði, dönsku o.fl.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem leitar sér aðstoðar og í hvaða fögum.
Ábyrgðaraðili: Eiríkur Brynjólfsson

Markmið: Að gera raddir og skoðanir nemenda sem eru af erlendum uppruna greinilegri í skólasamfélaginu.
Aðgerð: Að kanna hlutfall og virkni nemenda í nefndum og ráðum skólans og hvetja þá til að taka þátt í félagslífinu. Stefna að því að nemendur af erlendum uppruna taki oftar þátt í uppákomum á vegum skólans og fái að kynna menningarlegan bakgrunn sinn.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda af erlendum uppruna í nefndum og ráðum á vegum skólans. Fjöldi uppákoma í skólanum, þar sem menningarlegur bakgrunnur nemenda af erlendum uppruna skilar sér inn í skólasamfélagið.
Ábyrgðaraðili: Kristen M. Swenson

Markmið: Að nemendur geti sem best lifað með fötlun sinni og verið virkir þátttakendur í skólastarfinu og samfélaginu.
Aðgerð: Námið er einstaklingsmiðað og haft er að leiðarljósi að það sé sem hagnýtast svo það nýtist einstaklingnum sem best til að takast á við framtíðina.
Mælikvarði: Námsmat, álit foreldra og tengiliða.
Ábyrgðaraðillar: Pálmi Vilhjálmsson

Markmið: Að nemendur í stærðfræði verði ábyrgari og meira sjálfbjarga í sínu námi.
Aðgerð: Gera nemendum kleift að skoða glósur og reiknuð dæmi og hlusta á kennslumyndbönd í Moodle. Gera nemendur meðvitaða um hvernig og hvenær þau hafi náð einstökum markmiðum áfangans.
Mælikvarði: Listi með markmiðum lagður fyrir um miðja önn og aftur í lokin þar sem nemendur merkja við hve góðum tökum þeir hafi náð á einstökum markmiðum.
Ábyrgðaraðili: Jónína G. Kristinsdóttir

Markmið: Að auka gæði náms og þjálfunarferða í starfsmenntun nemenda í heilbrigðisgreinum.
Aðgerð: Sækja um vottun á náms- og þjálfunarverkefnum í starfsmenntun á vegum Erasmus+ áætlunarinnar.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem sækja nám og þjálfun erlendis og vottun sem starfsmenntaskóli. 
Ábyrgðaraðili: Kristrún Sigurðardóttir

Markmið: Að efla umræðu um kennslufræði og samstarf kennara til að prófa nýjar leiðir.
Aðgerð: Halda reglulega fundi um kennslufræði og styðja kennara til að fara nýjar leiðir. Kennarar afla sér upplýsinga um fjölbreytta kennsluhætti, gera tilraunir í eigin kennslu og ræða í jafningjahópi hvernig til tekst.
Mælikvarði: Fjöldi funda og fjöldi þátttakenda.
Ábyrgðaraðili: Margrét Gestsdóttir

Markmið: Að efla endurmenntun starfsmanna.
Aðgerð: Sækja um styrki fyrir fimm starfsmenn hverja önn til að sækja endurmenntunarnámskeið eða ráðstefnu erlendis.
Mælikvarði: Fjöldi starfsmann sem fá styrk og skýrsla þeirra.
Ábyrgðaraðili: Helmut Hinrichsen


B. Félagsleg og skipulagsmarkmið


Markmið: Að hækka hlutfall nýnema sem halda áfram í skólanum og jafnframt að stuðla að því að þeim vegni betur í skólanum. Markmiðið miðar að því að minnka brotthvarf nýnema.
Aðgerð: Þessu markmiði verður fylgt eftir meðal annars með því að hitta alla nýnema og veita þeim persónulega ráðgjöf, bæði náms- og starfsráðgjöf.
Mælikvarði: Hvað hafa margir nýnemar ákveðið námsbraut og hversu margir hafa hugað að og/eða ákveðið starfssvið.
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

Markmið: Að draga úr brotthvarfi nemenda af erlendum uppruna.
Aðgerð: Styrkur hefur fengist til að kanna leiðir til að minnka brotthvarf nemenda af erlendum uppruna. Meðal þess sem gert verður er að setja á fót sérstakan pólskuáfanga fyrir pólska nemendur, bjóða þeim sem metnir eru í mestri brotthvarfshættu sérstaka námsaðstoð, bæði innan og utan kennslustunda, og kenna enskuáfanga fyrir byrjendur þar sem leitast er við að nálgast ensku út frá móðurmáli viðkomandi.
Mælikvarði: Brotthvarfstölur í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Margrét Gestsdóttir

Markmið: Að auka nemendalýðræði með því að hafa fleiri virka nemendur í nemendafélagi og halda fleiri og fjölbreyttari viðburði.
Aðgerð: Stofna nokkur afmörkuð nemendaráð til að auka líkur á að nemendur úr ólíkum hópum vilji bæði skipuleggja og sækja viðburði innan félagslífsins.
Mælikvarði: Fjöldi og virkni nemenda í nemendafélagi og fjöldi og fjölbreytni viðburða á skólaárinu.
Ábyrgðaraðili: Eygló Árnadóttir

Markmið: Að nemendur og starfsmenn sénámsbrautar séu virkir þátttakendur í sjálfbærnistarfi skólans.
Aðgerð: Ábyrgðaraðilli er virkur meðlimur í sjálfbærninefnd FÁ, fylgist vel með þeim stefnum sem eru í umhverfismálum skólans hverju sinni og miðlar til starfsmanna og nemenda innan brautainnar.
Mælikvarði: Ábyrgðaraðili sér um að markmiði sé framfylgt. Auk þess sem hann metur stöðuna reglulega.
Ábyrgðaraðili: Rakel Hrund Ágústsdóttir

Markmið: Að hvetja nemendur til að vera allsgáð á dansleikjum skólans.
Aðgerð: Bjóða upp á að nemendur taki þátt í edrúpotti á öllum dansleikjum FÁ
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á dansleik/fjöldi sem fara í sjúkraherbergi eða er vísað frá. Stuðulinn síðan borinn saman við fyrri og síðari böll.
Ábyrgðaraðili: Eygló Árnadóttir

Markmið: Að auka utanumhald og samskipti við nýnema með sértæka námserfiðleika í þeim tilgangi að lágmarka brotthvarf þeirra úr námi.
Aðgerð: Boðið er upp á áfangann LESA1DY05 á haustönn og eru allir nemendur sem eru með sértæka námserfiðleika skilgreinda í umsókn sinni um skólavist og eða skila inn greiningu í upphafi annar skráðir í áfangann. Markmið áfangans er m.a. að nemendur bæti frammistöðu sína í rituðu máli, bæti leshraða og lesskilning, bæti námsárangur með aðstoð tölvutækninnar, styrkji sjálfsmynd sína og trú á eigin getu í námi, veri meðvitaður um jákvæð og neikvæð áhrif lesblindu á námsárangur.
Mælikvarði: Þátttaka í kennslutímum og framfarir í námi. Hlutfall þreyttra feininga í lok annar. Hlutfall nemenda sem hverfa úr námi.
Ábyrgðaraðili: Hildur Jóhannsdóttir

Markmið: Að efla gæðastjórn fjarnáms.
Aðgerð: Innleiða gæðastjórn og skrá allar vinnuferla. Gera samning við vottunarstofu um vottunarúttekt.
Mælikvarði: Niðurstöður úttektar.
Ábyrgðaraðili:  Helmut Hinrichsen og Jóna Guðmundsdóttir


C. Umhverfis-, efnahags- og tæknimarkmið


Markmið: Að auka meðvitund um spilliefni og minnka hlutfall óflokkað sorps.
Aðgerð: Öllum tölvubúnaði, ljósaperum, járni og rafhlöðum er safnað saman og sent í endurvinnslu. Nemendur umhverfisráðs gera fræðsluátak um spilliefni. Sérstakar tunnur fyrir spilliefni verða settar upp.
Mælikvarði: Hlutfall óflokkaðs sorps af heildarmagni sorps. Magn spilliefnis sent í endurvinnslu.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson, Tinna Eiríksdóttir, Jóhanna Þ. Sturlaugsdóttir

Markmið: Að stuðla að vistvænum samgöngumáta.
Aðgerð: Setja upp rafmagnstengla í hjólaskýli fyrir rafhjól. Kaupa þrjú rafhjól fyrir starfsmenn til afnota á vinnutíma.
Mælikvarði: Fjöldi starfsmanna sem nýtur sér þjónustuna og notkun á rafmagnstenglum.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson og Magnús Ingvason

Markmið: Að minnka notkun rafmagns.
Aðgerð: Minnka notkun rafmagns með því að fjölga hreyfiskynjurum á göngum og í vinnuherbergum.
Mælikvarði: Notkun af rafmagni skv. aflestri á rafmagnsmæli á tímabilinu og fjöldi hreyfiskynjara.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

Markmið: Að minnka notkun hitaveituvatns.
Aðgerð: Minnka notkun hitaveituvatns með því að tryggja góða einangrun húsnæðis. Skipta á milli vetrar- og sumarhitunar til að draga úr upphitun yfir sumartíma. Setja upp tölvustýringu fyrir upphitun skólans til að nýta hitann sem best, þar sem þess er þörf.
Mælikvarði: Notkun af hitaveituvatni skv. aflestri á tímabilinu.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

Markmið: Að hanna tjörn og útivistarsvæði á lóð skólans sem nýtist jafnt starfsmönnum og nemendum skólans svo og nágrönnum eins og íbúum hverfis og leikskólanum.
Aðgerð: Styrkur fékkst frá menntamálaráðuneytinu til að hanna útikennslustofu. Stofna nefnd með fulltrúum Reykjavíkurborgar, ráðuneytis, Framkvæmdasýslu og hagsmunaaðila til að hanna svæðið.
Mælikvarði: Staða framkvæmda í lok skólaárs.
Ábyrgðaraðili: Magnús Ingvason og umhverfisráðið

Markmið: Að virkja nemendur til að taka þátt í sjálfboðavinnu til að viðhalda útivistasvæði í Reykjavík og nágrenni.
Aðgerð: Í samvinnu við Umhverfisstofnun verður auglýst eftir nemendum til að taka þátt í Grænni helgi. Græna helgin verður flutt aftur um eina helgi og betur kynnt á næsta ári.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem taka þátt í sjálfboðavinnu.
Ábyrgðaraðili: Sæþór Ólafsson og Þórhallur Halldórsson

Markmið: Að efla umgengni í skólanum.
Aðgerð: Að setja af stað verkefnið „Siðbót í FÁ“. Útskriftarnemendur taka að sér að ganga um Steypuna og matsalinn og hvetja fólk til að ganga frá eftir sig.
Mælikvarði: Fjöldi útskriftarnema sem taka þátt í verkefninu og umgengni í skólanum.
Ábyrgðaraðili: Tinna Eiríksdóttir og Jóhanna Þ. Sturlaugsdóttir


D. Heilsueflandi markmið

Markmið: Að auka áhuga nemenda á útivist og efla umhverfisvitund þeirra.
Aðgerð: Að bjóða upp á áfanga tengda umhverfismálum, fjallgöngu og útivist og Hjólað/Gengið í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda skráður í áfangana.
Ábyrgðaraðili: Guðríður Guðjónsdóttir, Sæþór Ólafsson og Þórhallur Halldórsson

Markmið: Að auka hreyfingu nemenda og starfsfólks og hvetja til hollari lífsstíls.
Aðgerð: Hvetja starfsmenn til að taka þátt í framhaldsskólakeppni fyrir Lífshlaup og hvetja nemendur og starfsmenn að taka þátt í átaki Hjólum í skólann. Öllum nemendum og starfsmönnum verður boðið í Skautahöllina.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda og starfsmanna sem taka þátt í Lífshlaupi og Hjólum í skólann.
Ábyrgðaraðili: Guðríður Guðjónsdóttir og Helmut Hinrichsen

Markmið: Að efla vitund nemenda og starfsmanna um friðlýst svæði í nágrenni Reykjavíkur.
Aðgerð: Skipulagðar verða gönguferðir þar sem ástand leiðarinnar verður tekið út, stikur lagaðar og gönguleiðin merkt.
Mælikvarði: Fjöldi þátttakenda í gönguferðum og fjöldi kílómetra á Reykjavegi kannaður.
Ábyrgðaraðili: Sæþór Ólafsson og Þórhallur Halldórsson

Markmið: Að hvetja nemendur og kennara til að borða hollan morgunmat.
Aðgerð: Boðið verður upp á ókeypis hafragraut á morgnana.
Mælikvarði: Fjöldi skammta af hafragrauti borðaður á degi hverjum. Síðustu ár hefur skömmtum fjölgað en árið 2016 voru skammtarnir að meðaltali 60 en árið 2018 fara að meðaltali 70 skammtar, dag hvern, þrátt fyrir að nemendum hafi fækkað. Einnig má nefna að daglega verður boðið upp á ávexti síðdegis á kaffistofu starfsmanna.
Ábyrgðaraðili: Kristrún Sigurðardóttir

Markmið: Að auka vitund nemenda og starfsmanna um þau áhrif sem samgöngumáti þeirra hefur á umhverfið og heilsuna í samræmi við markmið heilsueflandi framhaldsskóla.
Aðgerð: Skólinn gerir samning við Strætó bs. sem býður starfsmönnum skólans sérstakt samgöngukort á vistvænum kjörum. Skólinn býður svo þeim starfsmönnum sem nota að jafnaði vistvænan samgöngumáta að lágmarki í 60% tilfella á mánaðargrunni upp á kr. 30.000 styrk á ári.  Skólinn mun jafnframt sækja um samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Mælikvarði: Fjöldi starfsmanna sem nýtur sér samgöngustyrk og niðurstaða umsóknar.
Ábyrgðaraðili: Magnús Ingvason

Markmið:  Að efla andlega og líkamlega heilsu og vitsmunalega færni (einbeitingu og minni) nemenda og starfsfólks með núvitundarhugleiðslu.
Aðgerð: Boðið verður upp á núvitundarnámskeið fyrir kennara og annað starfsfólk með það í huga að þeir kennarar sem hafa áhuga og vilja, geti leitt núvitundarhugleiðslu fyrir nemendur. 
Mælikvarði: Fjöldi starfsfólks sem sækir núvitundarnámskeið og fjöldi kennara sem síðan innleiðir núvitundarhugleiðslu inn í kennslustundir.
Ábyrgðaraðilar: Hólmfríður B. Bjarnadóttir, Kristrún Sigurðardóttir


(Síðast uppfært 1. október 2018)