Vikupistill

Vikupistill 12. mars

Skólinn er með góða gesti frá Noregi í heimsókn þessa viku.

Mánudaginn 12. mars fáum við tvo nemendahópa frá Egersund í Noregi í heimsókn.

Annar hópur, 2 kennarar og 13 nemendur, kemur til að skoða jarðfræði Íslands og munu Sæþór og Þórhallur taka á móti þeim.

Hópurinn verður hérna til hádegis. Hópurinn dvelur svo næstu dagana í Menntaskólaseli MR í Hveragerði og mun skoða jarðfræðifyrirbæri á Suður- og Suðvesturlandi. Hópurinn fer heim til Noregs laugardaginn 17. mars.

Hinn hópurinn, 2 kennarar og 20 nemendur, ætlar að kynna sér sögustaði á Íslandi. Þeir verða í skólanum mánudaginn 12. og fimmtudaginn 15. mars fyrir hádegi. Eiríkur Páll og Regína taka á móti þeim. Á þriðjudaginn verður farið í Egluferð um Vesturland undir leiðsögn Eiríks Páls og taka einnig nemendur í ÍSLE3BÓ05 þátt í ferðinni. Miðvikudaginn fer hópurinn Gullna hringinn og heimsækir sögustaði á Þingvöllum. Hópurinn fer heim til Noregs föstudaginn 16. mars.

Opið hús verður miðvikudaginn 14. mars kl. 16:30-18:00. Kynning á skólanum og einstökum námsbrautum.

Hugleiðing

Tuttugasta öldin og sú tuttugasta fyrsta nýbyrjuð hafa fært fram á sjónarsviðið nýjar spurningar um afl vísindalegrar skoðunar. Það svo sem ekki víst að geta til að leysa leyndardóma geimsins verði til að bæta hag mannkyns. Við viljum skila og stjórna umhverfinu, niðurbrotskraftar eru öflugir og takast á við krafta uppbyggingar. Hugsanlega er þess vegna getan til að hugsa sjálfstætt besta vörnin í flóknum heimi vaxandi tækni og vísinda. Þess vegna er gagnrýnin sjálfstæð hugsun miklivægasta markmið skólastarfs.  Ein aðferð sem er nothæf til náms felst í beinni upplifun þar sem leitast er við að næra náttúrulega forvitni. Skapandi hugsun er eðli vísinda og er sú sama hvort heldur er í sandkassa leikskólabarnsins eða inni á tilraunastofu vísindamannsins. Þess vegna á að skipuleggja skólann þannig að hann gefi kennurum og nemendum færi á að tengja þekkingu þvert á fræðigreinar. Hjálpa nemendum að tileinka sér hugtakabyggingu fræðigreina fremur en utanbókarnám ótengdra staðreynda.

Menntun er þá að læra eitthvað og heimfæra síðan það sem maður hefur lært yfir á lífið sjálft. Með öðrum orðum að draga lærdóm. Menntaður er sá sem nær að tengja einhverjar hugmyndir/lærdóm við aðrar sem eru til staðar í veruleikanum; skilja að lögmál sem eru að verki á einu sviði gilda líka á öðru.

Menntun sé ekki þekking, nema hugtakið þekking sé skilið mjög djúpt, þ.e. sem skilningur, bæði með huganum og hjartanu.

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson

Vikupistill 5. mars

Árdagar síðustu viku voru einstaklega skemmtilegir. Skólinn iðaði af orku og athafnasemi. Fyrir hönd skólans þakka ég nemendum og starfsmönnum fyrir fróðlega og ánægjulega daga.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin helgina 24. og 25. febrúar. Öll umsjón var í höndum nemenda skólans. Tvær myndir nemenda skólans fengu á áhorfendaverðlaun. Verðlaun fyrir bestu tæknilegu útfærsluna fékk mynd frá FÁ  og verðlaun fyrir besta leikinn fékk María Carmela Torrini. Besta mynd hátíðarinnar var svo valin: "Reglur leiksins"  sem er verk nemenda skólans. Glæsilegt!

Miðvikudaginn 8. mars verður söngkeppni nemenda skólans en þá verður framlag skólans í söngkeppni framhaldsskólanna valið.


  Hverja önn koma nýjir hópar nemenda sem eru ólíkir þeim sem komu áður. Það krefst nýrra lausna. Það eina sem er eins erum við sem fyrir erum. En það á heldur ekki að vera óbreytt. Þungamiðjan er þessi, af hverju erum við að kenna, til hvers ætlumst við af nemendum og okkur sjálfum.

Kennslustundin er í huga mér byggð á sveigjanleika og athygli. Í nýju hópunum sem koma eru einstaklingar sem þarfnast ólíkra hluta.

En hvernig er mögulegt að leiðbeina hópi nemenda og stuðla að því að nám eigi sér stað? Einn þáttur er hvetjandi/örvandi kennslustund. Allar kennslustundir eru ekki hvetjandi fyrir alla nemendur. Tilraun til að vega gegn þessu er að nemendur hafi kost á áhugaverðum verkefnum sem gefur færi á valkostum eins og hægt er. Útbúa ramma og styðja við ferlið. Þetta krefst þess að þekkja nemendur. Ef þeim leiðist munu þeir hafa ofan fyrir sér stundum þannig að öðrum gefst ekki færi á að læra. Ef viðfangsefnið er of erfitt verða nemendur ráðvilltir og eru ekki lengur andlega til staðar. Markmið er að hafa jafnvægi til að ná bestum framförum.

Ef við gerum ráð fyrir að mistök nemenda séu eðlileg eru þeir líklegri til að líta ekki á það sem skipbrot heldur aðeins ófullburða tilraun að lausn. Þegar við ætlumst til að nemendur taki áhættu og viðurkennum tilraunir þeirra til að gera svo, eru nemendur líklegri til að skilja tilraunastarf okkar og mistök.

Þetta tel ég vera megineinkenni á starfinu hér.

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skólameistari

12. febrúar

Við öll, starfsfólk og nemendur höfum þessi markmið:

•             Við erum jákvæð og heilsumst með bros á vör

•             Við hrósum og hvetjum hvert annað

•             Við sýnum hvert öðru kurteisi

•             Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki

•             Við göngum snyrtilega um

•             Við erum stundvís

•             Við sýnum hvert öðru trúnað og styðjum hvert annað

•             Við vinnum saman

•             Við sýnum hvert öðru virðingu

•             Við sýnum hvert öðru tillitssemi


4. desember

Á morgun þriðjudaginn 5. des. er síðast kennsludagur annarinnar. Daginn eftir miðvikudaginn 6. des. er uppgjörs-, upplestrardagur. Próf byrja síðan fimmtudaginn 7. des. og standa yfir í næstu sjö daga. Góðar óskir um velgengni til nemenda. Prófasýning og frágangur á vali fyrir vorönn 2018 er síðan 19. des. kl. 11:30 til 13:00.

  Nú þegar þetta tímabili er að renna sitt skeið á enda, verða tímamót. Þegar þetta gerist togast tvennskonar tilfinningar á, feginleiki og söknuður. Er hægt að spá fyrir um hvað mannkynið getur hugsað um?  Við verðum þá að vita hvað við viljum og af hverju. Vegna þess að við, við öll getum haft áhrif ef við viljum. Hér er um tvö athugunarefni að ræða. Annað er að það sem við gerum sé hugsanlega hættulegt og þess vegna ættum við ekki að vera að gera það. Í öðru lagi ættum ekki að finna út ákveðna hluti en gerum það samt sem áður, hvernig er þá hægt að halda hættunni í skefjum. Þessi tvö athugunarefni eru ólíkrar gerðar. Annað er siðfræðilegt hitt varðar lögfræðilega viðspyrnu. Við eigum að vera bjartsýn á að greind mannsins geti risið til hins óþekkta, jafnvel þegar ný viðfangsefni hafa enga fyrirsjáanlega lausn svo sem alnæmi. Bjartsýnum einstaklingum tekst að leysa viðfangsefni en svartsýnir úrtölumenn hætta sér ekki inn á ókunn svæði. Aðeins er hægt að svara þýðingarmiklum spurningum með því að fara þangað sem engin hefur farið áður. Það er eina færa leiðin.

  Við erum ekki mikið nær um vatnið þó við vitum allt um súrefni og vetni sem vatnið er gert úr. Þegar súrefni og vetni koma saman og mynda vatn kemur fram nýr eiginleiki sem er forsenda lífs.

4. desember 2017                       Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skólameistari