11. september

Hagvöxtur er talinn mælikvarði velmegunar og framfara. Mælikvarði á sífellda aukningu á notkun orku og hráefna hverskonar. En er ekki nokkuð ljóst þessi vöxtur stenst ekki til lengri tíma litið. Orka er undirstaða félagslegrar og efnahagslegar velmegunar. Hún veitir persónuleg þægindi, og hreyfanleika. Nauðsynleg fyrir nær alla verðmætasköpun í iðnaði og viðskiptum. Hins vegar veldur orkuframleiðsla og orkunotkun drjúgum hluta álags á umhverfið. Þar á meðal loftslagsbreytingum, tjóni á náttúrulegum vistkerfum, skemmdum á byggðum svæðum og skaðlegum áhrifum á heilsu fólks. Bætt orkunýting dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengandi efna í andrúmsloftið. Nauðsyn ber til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, draga úr umhverfisspjöllum við orkuframleiðslu og orkunotkun, hvetja til orkusparnaðar og orkunýtingar. Stuðla að  framleiðslu og notkun á hreinni orku. Það þarf að hugsa hagvaxtarmælikvarðann á nýjan hátt: með bættri nýtni og minni notkun hráefna rísi hagvaxtarsúluritin í efnahagsreikningnum.

Þessu verkefni eiga skólar að sinna vegna þess að ungt fólk er lykill að framþróun samfélags okkar og þess vegna eftirsóknarvert að skapa umhverfi sem stuðlar að  nytsamri hæfni og reynslu.

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson

skólameistari