13. nóvember

Í síðustu viku var skólinn tilnefndur til gæðaviðurkenningar Erasmus+ . Alls voru 18 verkefni tilnefnd í ár.  Á leik- grunn- og framhaldsskólastigi voru fjögur verkefni tilnefnd:   Skólaþjónusta Árborgar – nám, störf og lærdómssamfélög. Vatnsendaskóli - skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla – sjálfbær útikennsla og Árskóli Skagafirði – skóli sem lærir. Þetta er mikill heiður fyrir skólann.

  Nemendafélagið hélt Lan-mót um helgina. Rúmlega sjötíu þátttakendur voru skráðir. Stjórn nemendaráðs var mjög sátt og allt hefði farið fram eins og best var á kosið. Í dag eru 17 kennsludagar eftir af haustönn. Nemendur eru hvatir til að nota þessa daga vel. 

  Mér „leiðist“ heyrist all oft. Samkvæmt Patricia Mayer Sparks* prófesor í ensku við Virginíu háskóla segir að í ensku komi orðið (bored)  fyrst fram í orðaforða okkar á nítjándu öld. Spark segir að á miðöldum þegar einhver sýndi einkenni sem við nú nefnum  leiða var viðkomandi álitin fremja nokkuð sem nefnd var acedia eða sinnuleysi, hættulega andlega fyrringu, niðurlægja heiminn og skapara hans. Hver hafði tíma fyrir svona sjálfs eftirlátssemi á tímum farsótta og vinnusemi til að lifa af. Sinnuleysi (acedia) var synd.

  Með vinnuaflssparandi vélvæðingu, að einstaklingurinn skiptir máli og  leit eftir hamingju, þá varð var það að leiðast ekki jafn slæmt. Það að leiðast er þá bara ágætt oftast. Ef lífið var aldrei leiðinlegt fyrr á tímum var það ekki heldur örvandi, áhugavert eða skemmtilegt eins og við nú á tímum leggjum í merkingu þessara orða.

  Þegar best lætur örva leiðindi sköpun. Líklega er um tvennskonar „leiðindi“ að ræða. Skapandi huga sem  leiðist og neikvæðan huga sem leiðist. Skapandi hugi snýr sér að því að gera eitthvað úr aðstæðum eða breyta þeim.

  Skapandi leiðindi er þess vegna það að gera eitthvað sjálfur í aðstæðum sem ríkja. Fullorðið fólk, foreldrar, aðstandendur, kennarar og aðrir sem koma að lífi barna, fólk sem áttar sig á þessu sambandi þess að leiðast og sköpunar hafa afgerandi áhrif. 

      * Boredom: The Literary History of a State of Mind

                     13.09.2017        Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skólameistari