16. október

Í dag mánudaginn 16. október er haustönn rétt liðlega hálfnuð. Liðin vika var viðburðarík Skuggakosningar fóru fram á fimmtudaginn. Kosningaþáttaka var 34% sem er allt of lítið. Vil ég hvetja nemendur til að kjósa og velja sína fulltrúa á Alþingi. Kosningaréttur er gríðarlega mikilvægur. Flestir stjórnmálaflokkar komu í heimsókn í skólann á þriðjudag og miðvikudag. Fundir voru mjög vel sóttir og fyrir hönd okkar allra þakka ég nemendum og kennurum sem stóðu að skipulagningu fyrir sérlega góðan undirbúning.

Tveir nemendur skólans sóttu samgönguþing unga fólksins á laugardaginn.  Á sjötta tug ungmenna frá flestum framhaldsskólum landsins sóttu þingið. Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngumála og umferðar í erindum og umræðuhópum.

Komandi föstudagur er uppgjörsdagur og ekki kennsla samkvæmt stundaskrá og mánudaginn er miðannarfrí.

Fyrsti vetrardagur er komandi laugardag 21. október. Í almanaki Háskóla Íslands segir: „Sviðamessa, dagur í lok sláturtíðar, oftast allra heilagra messa (1. nóvember), stundum fyrsti vetrardagur. Þennan dag eru víða höfð svið til matar, en siðurinn er ekki mjög gamall. Um eitt skeið (a. m. k. frá 1500 og fram yfir 1800) var venja að telja veturinn hefjast á föstudegi, en reglur þær sem nú er farið eftir í íslenska almanakinu, eru engu að síður gamlar, að líkindum samdar á 12. öld. Í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) var vetrarkoman 10.-17. október ef miðað er við föstudag. Fyrsti vetrardagur var messudagur fram til ársins 1744“.

Ólafur H. Sigurjónsson

skólameistari