28. ágúst 2017

Nú er fyrsta kennsluvikan að baki og önnur vikan að hefjast. Níu hundrað nemendur dagskóla eru að hefja nám, starfsmenn eru um eitt hundrað. Fundur með foreldrum nýnema verður mánudaginn 28. ágúst kl. 17:00. Nýnemadagur verður á miðvikudag 30. ágúst og föstudaginn 1. september er nýnemaferð.

  Nám er mörgu leyti öðruvísi vinna en flest annað. Nám er vinna sem við gerum aðeins fyrir okkur sjálf, engan annan. Þess vegna vil ég beina því til okkar allra, notum tímann vel. Það er ekkert sjálfgefið að hafa tækifæri að stunda nám.

  Við fáum reglulega yfir okkur ótrúleg voðaverk grimmdar og vonsku. Heimurinn er vissulega sundraður vegna gamalla deilna og nýju hatri. Heimurinn er mun samtengdari en nokkru sinni áður. Dreifing þekkingar og möguleikar á skilningi milli fólks er meiri en nokkru sinni fyrr. Þversögn í þessu er jafnframt að þetta hefur eflt möguleika hryðjuverkamanna til að dreifa hatri og dauða. Framleiðni mannkyns hefur aldrei áður verið meiri, en samhliða hnattvæðingu og tækniundra fer launamisrétti vaxandi. Það er ekki nægjanlegt að horfa aðeins á hagtölur eða hækkun verðbréfa í kauphöllum nú eða stafræna uppgötvanna ef hagnaðurinn fer aðeins til þeirra sem mest eiga fyrir.

  Ef lýðræðisskipulag okkar virðist vera ófært um að stuðla að jafnari dreifingu gæða og tækifæra fyrir alla þá mun ótti og reiði breiðast út. Skólinn okkar hefur það megin hlutverk að stuðla að sömu tækifærum fyrir alla – þess vegna skulum við nota tímann vel.

Ólafur Hjörtur Sigurjónsson

skólameistari