6. nóvember

Í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga verður vart við óþol margra í garð þess lýðræðis sem við búum við. Við ættum að  hafa í huga að lýðræði er kerfi þar sem fólkið ákveður stjórn ríkisins. Þetta er fyrirkomulag sem á að vera réttlátara. Verndar frelsi einstaklinsins og þjóðarinar. Lýðræði er mikilvægt því það á að taka tillit til hagsmuna minnihlutahópa. Í lýðræði eru minnhlutahópar lausir við mismunun og sjónarmið þeirra eru jafn mikilvæg og annarra. Lýðræði er jafnframt mikilvægt vegna þess að það heldur völdum ríkisstjórna í skefjum og kemur í veg fyrir að völdum sé misbeitt og að völdum sé beitt í eigin þágu í stað hagsmuna allra. Þess vegna höfum við kosningar. All víða í heiminum er þetta ekki raunin. Spillt stjórnvöld, trúarskoðanir koma í veg fyrir frjáls hugsun nái að tjá vilja sinn. Menntun og aðgengi að menntun er líklega það sem mikilvægast er til að lýðræði nái að ryðja einræði og ofbeldi til hliðar.

Menntun er kjarninn í þroska einstaklinga og samfélaga. Markmið menntunar er að sérhvert okkar án undantekningar þroski hæfileika sína til fullnustu. Menntunin örvi frumkvæði og nýsköpun.

Áhrif efnahagskreppu og hugmyndafræði sem er fjandsamleg því að menntun sé veitt af hinu opinbera veldur því að opinbera hluta menntakerfa er hótað og stuðningur við  menntastofnanir ríkisins hefur dregist saman. Afleiðingin er að grafið er undan gæðum menntunar.

Gæðamenntun er mannréttindi og almannaheill. Ríkisvaldið og annað opinbert vald eiga að tryggja að gæða menntun sé aðgengileg öllum frá barnæsku til fullorðinsára án íþyngjandi útgjalda. Gæðamenntun skapar grunn jafnréttis í samfélögum. Gæðamenntun er ein þýðingarmesta opinbera þjónusta sem völ er á. Menntun  er ekki aðeins upplýsandi, menntun verður tæki einstaklinga, sem gerir þeim kleift að taka þátt í samfélags- og efnahagsumbótum í samfélaginu.

Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari