Skipulag

Tímastjórnun / Sjálfsstjórn

Tímastjórnun eða sjálfsstjórn

Við stjórnum ekki tímanum en við getum stjórnað því hvernig við notum hann. Tímastjórnun snýst því um sjálfsstjórn eða sjálfsaga. Margt er hægt að gera til að nýta tíma sinn betur og tilgangurinn með tímaskipulagi er að ná að sinna bæði skyldunum og frítíma (hvíld, tómstundir ..). Það er nauðsynlegt að sinna hvoru tveggja og það kemur okkur í koll ef við verjum of miklum tíma í annað hvort.

Hér fyrir ofan eru eyðublöð sem eru gagnleg við tímaskipulag og hér fyrir neðan er útskýring á því hvernig hægt er að nota eyðublöðin. Pappírsformið stendur ennþá fyrir sínu en fjölmörg gagnleg forrit og öpp eru líka til. Finndu út hvað hentar þér með því að prófa ýmislegt.

Markmið: Markmið eru upphaf og endir alls sem við gerum. Mikilvægt er að þú vitir til hvers þú ert að gera það sem þú gerir og hvert þú stefnir. Settu þér markmið í upphafi annar og skoðaðu þau aftur í lok annar. Skrifaðu þau niður og hafðu þau skýr, tímasett og viðráðanleg. Hengdu þau upp á vegg eða inn í persónumöppu sem inniheldur persónuleg gögn um þig og viðkoma námi, störfum og reynslu. Þú byrjar á að gera langtímamarkmið og síðan skammtímamarkmið en þau leiða þig að langtímamarkmiðinu. Þú ræður hversu langt fram í tímann þessi markmið ná en passaðu að rifja  markmiðin reglulega upp. Hvenær ársins skoðar þú þín markmið og hversu oft á ári?

Mánaðaráætlun: Yfirlit yfir hvern mánuð. Þar skrifarðu inn próf, verkefna- og ritgerðaskil fyrir alla önnina en upplýsingarnar eru á kennsluáætlun sem þú færð í upphafi annar. Skráðu líka annað mikilvægt sem tengist námi, vinnu og einkalífi. Þetta er einnig gott yfirlit á prófatímabili til að skipuleggja próflesturinn. Mikilvægt er að hengja þetta upp á vegg eða setja fremst í aðalmöppu. Það er einnig hægt að ná sé í og hafa rafrænt í tölvunni

Desember 2023

Janúar 2024

Febrúar 2024

Mars 2024

Apríl 2024

Maí 2024

 

Vikuáætlun: Með henni geturðu skipulagt eina viku í einu. Til að byrja með er gagnlegt að skrá jafnóðum í eina viku í hvað tíminn fer. Þá skráirðu t.d. á kvöldin eða yfir daginn hvað þú ert að gera og eftir vikuna telurðu saman helstu flokkana (t.d. skóli, heimanám, æfingar, vinna, fjölskylda, hvíld, vinir, tómstundir ...). Þú metur síðan hvort þú ætlar að verja meiri eða minni tíma í hvern flokk. Þarna sérðu líka tímaþjófa. Hverjir eru þeir og hvað ætlarðu að gefa þeim mikinn/lítinn tíma?

 

Að þessu loknu skaltu fylla út eina viku fram í tímann og byrja á atriðum sem hafa fasta tímasetningu; skóli, æfingar, vinna. Síðan seturðu inn annað eftir mikilvægi og í því magni sem þú stefnir að; svefn, matartími, fjölskylda, heimavinna, tómstundir, aðrar skyldur, ... .

Að lokinn hverri viku endurskoðarðu áætunina og betrumbætir. Er kannski betra að læra á öðrum tíma, þarftu að taka styttri eða lengri námslotur? Mundu að mikilvæg atriði fyrir námsmenn eru súrefni, næring, félagsskapur, hreyfing, hlátur og hvíld auk næðis til að læra.

Hér er Vikuáætlun til útprentunar

 

Skipulag í prófum / lokavikur annar:  Á prófatíma er enn mikilvægara að skipuleggja sig. Best er að skipuleggja próflestur og upprifjun fyrirfram því annars fer mikill tími að morgni í að hugsa um á hverju þú átt að byrja. Hér fyrir neðan er slóð að vikuáætlun til að prenta og hana geturðu notað til að ákveða hvenær þú lest fyrir hvert próf, skrifar ritgerð og verkefni, hvenær þú borðar, hvílir þig, ferð í sund eða aðra hreyfingu og slökun og hvenær þú ferð að sofa:

Til útprentunar: Áætlun í prófalestri í annarlok   

 

Námsáætlun : Þú gætir prentað út þetta blað eða útbúið exelskjal í þessum dúr eins og þér hentar.
Skrifaðu þá áfanga sem þú ert í núna og þá sem þú átt eftir að ljúka í lóðrétta dálkinn lengst til vinstri og annirnar (h 22, v23, sumar?, h23...) í reitina efst, lárétt. Að því búnu krossarðu í viðeigandi reit, á hvaða önn þú stefnir á að taka viðkomandi áfanga. Athugaðu á heimasíðunni ("áfangar í boði") hvenær viðkomandi áfangi er í boði því sumir áfangar eru aðeins kenndur einu sinni á ári.  Þar sérðu líka hvort ljúka þurfi undanfara fyrir áfangana og þá þarftu að gera ráð fyrir því í áætluninni.

Verkefnayfirlit : Sumum finnst gott að hafa yfirlit á einu blaði yfir allt nám í öllum áföngum. T.d. gott fyrir foreldra. Þar kemur fram hvaða ritgerðum, verkefnum, skyndiprófum eða öðru þarf að ljúka í hverjum áfanga. Mikilvægt er að þetta sé uppi á vegg því blöð vilja gleymast ofan í skúffum og töskum. Einnig er gott að skrifa þetta í dagbókina.

(Síðast uppfært 8.12.2023)