Námsmat

Próf eru lesblindum nemendum erfið því þá er verið að prófa í því sem er þeim erfitt s.s að lesa og skrifa. Prófkvíði er mjög algengur meðal þeirra. Það er tæplega réttlátt að nemandi sem er vel talandi á enska tungu, með góðan orðaforða falli svo hvað eftir annað á lokaprófi í tungumálinu. Símatsáfangar eiga yfirleitt betur við nemendur með dyslexíu. 

Viðmiðunarreglur fyrir próftöku og námsmat: Hér eru reglur sem kennarar FÁ eiga að hafa til hliðsjónar við próftöku og námsmat. Reglurnar voru samþykktar af skólameistara Gísla Ragnarssyni.

Prófkvíði: Hér á eftir eru leiðbeiningar um það hvernig þú getur unnið gegn óþægilegum hugsunum og tilfinningum sem ýta undir kvíða og spennu.

Próftaka: Hér eru ýmsar ábendingar varðandi próftökuna sjálfa. Gott er að venja sig á að anda djúpt þrisvar sinnum í upphafi prófs, þá fá vöðvar meira súrefni og ná að slaka á.


(Síðast uppfært 4.6.2019)