Breyta lykilorði í Menntaskýi og Moodle

Til að breyta aðgangsorðinu/lykilorðinu þínu í Moodle eða Menntaskýinu þarftu að fara á eftirfarandi slóð: https://lykilord.menntasky.is og nota Íslykil til að skrá þig inn. 

Á eftirfarandi hlekk er að finna leiðbeiningar um breytingarferlið: Smelltu hér.

Athugaðu eftirfarandi atriði þegar þú skráir nýja lykilorðið:

Við val á nýju lykilorði þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga:

Lykilorðið þarf að vera að lágmarki 12 stafa langt.
Lykilorðið þarf að innihalda sambland af táknum og stöfum úr þremur af eftirfarandi flokkum:

Enskir hástafir (A til Z).
Enskir lágstafir (a til z).
Tölustaf/tölustafir (0 til 9).
Tákn (til dæmis:  !, $, #, &, %).

Athugið:
Lykilorð getur ekki verið það sama og síðasta lykilorð.
Lykilorð má ekki innihalda notendanafn viðkomandi (user name).
Lykilorð má ekki innihalda nafn eða eftirnafn viðkomandi.

Það getur tekið 1 - 3 mínútur fyrir nýja lykilorðið að verða virkt í öllum kerfum. Síðast uppfært: (09.05.2023)