Fréttir & tilkynningar

Vorferð AM nemenda

29.04.2025
AM nemendur í taláföngum fóru í langþráð vorferðalag á fallegum degi með kennurum sínum mánudaginn 28. apríl. Var m.a. farið á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Mikil gleði ríkti í bland við hlátur og söng. Heppnu kennararnir sem fengu að fara með þessum dásamlegu krökkum voru Ásdís, Sigrún, Hanna og Kristján.

Skundað á Þingvöll

23.04.2025
Nemendur í umhverfisfræði, ásamt kennurum, fóru í vettvangsferð á Þingvelli þar sem Torfi Stefán Jónsson, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum og fyrrum sögukennari við FÁ, tók vel á móti okkur að vanda. Nemendurnir hafa undanfarið verið að læra um friðlýst svæði á Íslandi og heimsóknin á Þingvelli var vissulega rúsínan í pylsuendanum á þeirri fræðslu. Það viðraði vel til útivistar og nemendur voru margs vísari eftir ferðina.

Apríl fréttabréf

11.04.2025
Hér er nýjasta fréttabréf FÁ fyrir mars og apríl.

Umhverfiskönnun

11.04.2025
Á umhverfisdegi í mars var send út umhverfiskönnun á nemendur. Rúmlega 100 nemendur svöruðu umhverfiskönnuni. Þó við hefðum viljað hafa hærra svarhlutfall þá er ýmislegt áhugavert sem fram kemur í niðurstöðunum.