Dagskóli Nemendur

Á heimsíðu skólans (www.fa.is) velur þú valkostinn „INNA“ en það er upplýsinga- og kennslu-umhverfi dagskólans. Þar nálgast þú stundatöfluna þína og bókalista auk námsefnis þinna námsgreina.
Til að komast í INNU eru notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Foreldrar hafa eigin aðgang að INNU með rafrænum skilríkjum ef þú ert undir 18 ára aldri.

Nemendur fá úthlutað skólanetfang fyrir net skólans og Microsoft Office365 umhverfi.
Skólanetfang þitt er: fa og fyrstu 8 stafir kennitölu þinnar @fa.is
Dæmi: fa01013077@fa.is

Sem nýr nemandi þarftu að búa til lykilorð fyrir skólanetfangið þitt. Sjá hlekk og leiðbeiningar hér.
Ef þú hefur áður verið í námi í FÁ þá er lykilorðið óbreytt. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt eða það virkar ekki eru leiðbeiningar hér.
Athugaðu að lesa vel leiðbeiningar um lykilorð.

Á eftirfarandi hlekk er að finna margvíslegar leiðbeiningar varðandi tölvuumhverfi skólans. https://www.fa.is/thjonusta/tolvu-og-thjonustuver/

Nemendur eru eindregið hvattir til að nota vistvænar samgöngur til og frá skóla. Þeir nemendur sem hafa bíl til umráða geta sótt um bílastæðakort, en umsóknarhlekk má finna á heimasíðu.

Ég beini þeim eindregnu tilmælum til nemenda að þeir leggi ekki bílum sínum í merkt stæði fyrirtækja og heimila í nágrenni skólans. Slíkt felur í sér hættu á að bílar verði dregnir í burtu með tilheyrandi kostnaði

Að öðru leyti óska ég þér góðs gengis á önninni. 😊

Með bestu kveðju,


________________________________
Magnús Ingvason
skólameistari

Síðast uppfært: 18. ágúst 2025