Kynning á FÁ

Hér er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann og það nám sem við höfum upp á að bjóða.

 

Opið hús verður í FÁ fimmtudaginn 20. mars kl. 16:30 - 18:00

 

 

Vegna innritunar á haustönn 2025

Innritun á starfsbrautir: 1. til 28. febrúar

Innritun eldri nema: 14. mars til 25. maí

Innritun nýnema fædd 2009: 25. apríl til 10. júní

Frekari upplýsingar um innritun er að finna á innritun.is

 

 

 

 

Staðsetning

Fjölbrautaskólinn við Ármúla er staðsettur við Ármúla 12, 108 Reykjavík.  Skólinn er staðsettur miðsvæðis og er stutt í strætó.

Strætisvagnar:

Númer 4 og 11 stansa við Háaleitisbraut.

Númer 2, 5, 15 og 17 stansa við Suðurlandsbraut.

Áfangakerfi

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er áfangakerfi. Áfangakerfið gerir nemendum kleift að skipuleggja nám sitt í skólanum og kemur til móts við nemendur, óskir þeirra, áhuga og hæfni. Nemendur geta að nokkru leyti ráðið námshraða sínum. Nemendum er skipt í hópa eftir áföngum og eru því með mismunandi stundatöflur.

Í FÁ skiptist skólaárið í haustönn og vorönn. Alls er skólaárið 180 dagar.

Námslok miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda samkvæmt námskrá brautar. Brautskráningar fara fram í desember og maí ár hvert.

Inntökuskilyrði

Nemendur í dagskóla eru teknir inn í skólann á haust- og vorönn ár hvert. Auk þess geta nemendur stundað fjarnám á sumarönn til viðbótar við haust- og vorönn.

Nemendur með einkunnina C+ eða lægra raðast í áfanga á 1. hæfniþrepi í samsvarandi grunnfagi (íslensku, ensku, stærðfræði eða dönsku). Þeir eru undanfarar áfanga á 2. hæfnisþrepi.

Nemandi sem er með B eða hærra fer beint í áfanga á 2. hæfnisþrepi.

Allar umsóknir eru metnar af skólastjórn og fá umsækjendur svarbréf í tölvupósti en einnig er hægt að fylgjast með stöðu umsókna í Innu
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

Nánar um inntökuskilyrði.

Námsmat

FÁ er símatsskóli og er því ekki með lokapróf.  Námsmat í áföngum skólans er fjölbreytt. 

Kynningaglærur

Glærur frá foreldrafundi 27. ágúst 2024.

Hér eru glærurnar á ensku.

 

 

 

Í FÁ er að finna fjölbreytt úrval bóknáms og verknáms. Hér má sjá allar brautirnar sem kenndar eru í skólanum, bæði í bóknámi og í Heilbrigðisskólanum.

 

 

Í skólanum er boðið upp á öfluga stoðþjónustu sem allir nemendur skólans hafa aðgang að.  Hhttps://www.fa.is/is/thjonusta/stodthjonusta/stodthjonusta-i-faér má sjá þá þjónustu sem í boði er.

 

 

 

 

 

 

Nemendafélag - NFFÁ

Í FÁ er starfrækt nemendafélag, NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. 

Félagslífið í FÁ er fjölbreytt og skemmtilegt. Í stórum skóla er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt félagslíf og er það stefna NFFÁ og skólans.

NFFÁ stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nem­enda. Meðal viðburða sem NFFÁ heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, árshátíð, söng­keppni, þemavikur, nýnemadag, ferðir o.fl. Einnig er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur á skóladaginn.

Ýmsar nefndir, ráð og klúbbar eru starfandi innan skólans og er starfið breytilegt milli ára.

NFFÁ á instagram

Endilega kíkið á NFFÁ á Instagram.

 

 

 

 

 

Við hvetjum ykkur til að fylgja FÁ á samfélagsmiðlum:

 

                     YouTube Logo, symbol, meaning, history, PNG, brand

 

 

 

Hér má sjá fleiri kynningarmyndbönd um skólann.

 

 

 

Innritun á haustönn 2025

Innritun á starfsbrautir: 1. til 28. febrúar

Innritun eldri nema: 14. mars til 25. maí

Innritun nýnema fædd 2009: 25. apríl til 10. júní

Frekari upplýsingar um innritun er að finna á innritun.is

 

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur í rúma tvo áratugi boðið upp á fjarnám sem m.a. er hægt að taka með dagskóla.

Fjarnám FÁ býður upp á fjölbreytni í kennsluháttum, sveigjanleika og gott aðgengi að kennurum og námsráðgjöfum.

Hægt er að stunda fjarnám á haust-, vor- og sumarönn þar sem í boði eru kjarna- og valáfangar samkvæmt aðalnámskrá á stúdentsbrautum skólans og starfsnámsbrautum Heilbrigðisskólans.

Kynntu þér málið á heimasíðu Fjarnáms FÁ.

 

 

 

Síðast uppfært: 06. febrúar 2025