- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Nemendur með fötlun, langtímasjúkdóma eða staðfesta námsörðugleika geta sótt um frávik frá hefðbundnu námsmati áfanga. Frávik getur falið í sérstök hjálpartæki á prófi (t.d. tölvur), sérhönnuð próf (leturgerðir og litir), aðstoð við skrift, munnleg próf í stað skriflegra, o.fl. Náms- og starfsráðgjafar meta umsóknir nemenda út frá umsögn sérfræðinga og ákveða hvaða leið er best til þess fallin að mæta þörfum nemenda. Hægt er að sækja um frávik á auglýstum tíma sem kemur fram á upplýsingaskjám skólans.
Útskriftarnemendur sem falla í einum áfanga eiga rétt á að endurtaka próf í viðkomandi áfanga. Nemandinn öðlast ekki endurtökuprófrétt fyrr en námsárangur liggur fyrir í öðrum áföngum og að árangur hafi verið fullnægjandi.
Í símatsáföngum/verklegum áföngum þar sem kemur fram í kennsluáætlun í upphafi annar að nemendur þurfa að skila ákveðinni raunmætingu og framlagi í kennslustundum er endurtökupróf ekki í boði.
Nemendur eiga rétt á að fá útskýringar á mati sem liggur að baki lokaeinkunn í námsáfanga. Prófasýningardagur er auglýstur í skólaalmanaki. Sé nemandi ósáttur við falleinkunn í tilteknum áfanga, getur hann farið fram á endurmat innan 5 virkra daga frá birtingu einkunna. Beiðni um endurmat með rökstuðningi skal skilað til aðstoðarskólameistara eða skólameistara í tölvupósti. Skólameistari kveður til óvilhallan prófdómara sem metur prófúrlausn. Úrskurður prófdómara er endanlegur og verður ekki skotið til æðra stjórnvalds. Í áföngum (t.d. í verk- eða munnlegum prófum) þar sem prófdómari og kennari gefa sameiginlega einkunn er ekki hægt að óska eftir endurmati. Þegar kærufrestur er liðinn og allri yfirferð prófúrlausna lokið eru þær settar í skjalageymslu til varðveislu.
Við ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur nemenda skal eftir því sem við á gæta meginreglna stjórnsýsluréttar og góðra stjórnsýsluhátta.