Námsumhverfi Moodle

Fjarnám FÁ er alfarið sjálfsnám á neti og notast skólinn við námsumsjónarkerfið Moodle. Þar er allt efni áfanganna að finna; kennsluáætlun, verkefni, útskýringar á fyrirkomulagi náms og námsmats, sýnishorn af lokaprófi auk annars ítarefnis eftir því sem við á. Í Moodle eiga öll samskipti kennarans við nemendur sína að fara fram og nemendur eiga að finna allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að mæta kröfum áfangans. Þar eiga að birtast allar einkunnir fyrir verkefni og æfingar á önninni og sömuleiðis niðurstöður áfanga (lokaeinkunn) í lok annar. Niðurstöður áfangans birtast einnig í INNU í lok annar.

Hér eru leiðbeiningar um innskráningu í Moodle

Hér eru leiðbeiningar um hvernig lykilorði er breytt

Ertu í öðrum skóla? Kerfið hleypir þér ekki inn í Menntaský þess skóla með aðgangsorðum Fjarnáms FÁ. Sjá leiðbeiningar hér.

Síðast uppfært: 01. október 2024