- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
OneDrive er Microsoft skýlausn sem allir nemendur hafa aðgang að. Með því að tengja OneDrive geta notendur nálgast gögnin sín hvar sem er og hvenær sem er.
Byrjaðu á því að skrá þig inn tölvu með notendaaðganginum sem þú ert með í skólanum. Neðst í hægra horni skjásins velur þú táknið fyrir One Drive.
Þú skráir þig inn með skólaaðganginum þínum með því að velja hnappinn "Sign in" á myndinni sem kemur upp.
Skólanetfangið er fa + fyrstu 8 stafirnir í kennitölunni þinni + @fa.is fyrir aftan.
Í næstu mynd skrifar þú inn lykilorðið þitt.
Þegar þú hefur skráð þig inn koma upp tveir gluggar hver á eftir öðum sem þú skalt samþykkja.
Eftir þessa síðustu mynd koma upp 7 myndir hver á eftir annarri sem þú skalt samþykkja með því að velja hnappinn "Next", "Start backup", "Next", Next", Next, "Later" og að lokum "Open my OneDrive folder".
Eftir að þú hefur valið hnappinn "Open my OneDrive folder" opnast inn á þitt OneDrive svæði þar sem þú getur geymt og nálgast gögnin þín.
Eftir þetta er OneDrive orðið virkt og þú getur vistað gögn í OneDrive. Möppunum Desktop, Document og Picture er vísað í OneDrive þannig að öll gögn sem þú vistar á þessum stöðum rata sjálfkrafa í OneDrive.
Skýið er staðsett neðst til hægri á skjánum í sömu línu og klukkan er. Blái liturinn á skýinu er til marks um að þú sért búin(n) að tengja OneDrive skýjalausnina.