Fréttir & tilkynningar

FÁ flaug í undanúrslitin í Gettu betur :)

07.02.2025
Þau Halldór, Dagur og Iðunn voru skólanum sínum heldur betur til sóma í gærkvöldi þegar þau sigruðu lið Menntaskólans á Egilsstöðum 30-18 í 8 liða úrslitum Gettu betur. FÁ er þar með komið í undanúrslit keppninnar. Staðan var jöfn eftir hraðaspurningar 12-12 en svo juku þau forskotið jafnt og þétt. Tryggðu þau svo sigurinn með því að svara einni vísbendingaspurningu sem gaf þeim 5 stig. Við eigum eftir að vita við hverja við keppum í undanúrslitum þar sem 3 keppnir eru eftir í 8 liða úrslitum. Liðið mun því án efa nýta tímann vel til að æfa sig til að koma sterk inn í undanúrslitin. Fyrr í vikunni keppti lið FÁ á móti liði kennara í matsalnum. Í liði kennara var Þóra íslenskukennari, Unnar gæðastjóri og Magnús skólameistari. Var keppnin æsispennandi og endaði þannig að kennarar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir firnasterku liði FÁ. Hér má sjá upptöku af keppninni sem var í beinni útsendingu á RÚV: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/gettu-betur/37029/b14bah

Engin kennsla í allan dag

06.02.2025
Ágætu nemendur. Skólahald fellur niður í allan dag, fimmtudaginn 6. febrúar vegna framlengingar á rauðri veðurviðvörun. Dear students. No school today, Thursday February 6th. due to red weather warnings. Stay safe !

FÁ byrjar vel í FRÍS

06.02.2025
FRÍS, rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla, hófst 29. janúar síðastliðinn en í henni keppa skólar sín á milli í leikjunum Fortnite, Rocket League og Counter-Strike 2. Lið FÁ byrjar keppnina mjög vel og hefur unnið sjö af níu leikjum. Um miðjan febrúar kemur svo í ljós hvaða skólar komast áfram í 8-liða úrslit. Stefán Máni, Karvel og Elvar leiða Rocket League lið FÁ í ár, Ísar Hólm, Aron Örn og Sigmar eru í Fortnite-liðinu og í CS2-liði skólans eru Birnir Orri, Ihor, Aline, Thanh og Quan. Varamenn eru Aron, Elínheiður, Jens, Logi, Milena og Sölvi. Þess má geta að skólinn býður upp á tvo áfanga í rafíþróttum: RAFÍ2FA03 (Rafíþróttir fyrir alla) sem er í boði á haustönn og RAFÍ2SM03 (Rafíþróttir: Störf og mót) á vorönn. Áfram FÁ!

Útskriftarmyndir á heimasíðunni

31.01.2025
Útskrifaðist þú frá FÁ ? Það er gaman að segja frá því að margar útskriftarmyndir frá árinu 1982 til dagsins í dag eru komnar á heimasíðuna. Eru þetta bæði myndir frá brautskráningu stúdenta sem og allra deilda Heilbrigðisskólans. Flestar myndir eru komnar inn og er verið að vinna í að koma restinni inn og gerist það fljótlega.