Fréttir & tilkynningar

FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2025

09.12.2025
Teymið Are We the Boiling Frog? úr FÁ bar sigur úr býtum í MEMA-nýsköpunarhraðlinum með hugmynd sem sameinar á einstakan hátt list og tækni. Úrslit hraðalsins voru kunngjörð á lokahátíð hraðalsins í Grósku föstudaginn 28. nóvember. Áherslan í nýsköpunarhraðlinum í ár var á heimsmarkmið 13, sem tengist aðgerðum í loftslagsmálum. Lausn þeirra einfaldar flókin loftslagsmál og hvetur ungt fólk til aðgerða. Verkefnið byggist á gagnvirkri teiknimyndasögu sem nýtir suðupottarlíkínguna (e. boiling frog analogy) til að sýna hvernig hægfara loftslagsbreytingar geta farið fram hjá okkur. Eftir hvern kafla sögunnar geta lesendur valið hvort þeir „hoppi úr pottinum“ og fái þá raunhæfa loftslagsaðgerð sem hægt er að framkvæma strax eða „sitji áfram í pottinum“ og fá þá fræðslu um staðreyndir tengdar loftslagsbreytingum. Aðeins með því að velja aðgerðir í hvert skipti er hægt að klára söguna. Í verkefninu er list og tækni blandað saman til að gera loftslagsmálin aðgengilegri fyrir börn, unglinga og fjölskyldur. Dómnefndin hrósaði verkefninu fyrir áhrifaríka fræðslu, sterka listræna framkvæmd og skýra tengingu við aðgerðir í loftslagsmálum. Lausnin var talin sérstaklega aðgengileg þar sem hún einfaldar flókin loftslagsvísindi í áhrifaríka sögu með einföldum aðgerðum. Vinningsliðið er skipað þeim Patriciu Birimumaso, Norhu Calvo Corotenco, Malini Sakundet og Heorhii Tkachenko. Þau unnu verkefnið undir styrkri leiðsögn kennara síns, Hönnu Jónsdóttur. Nánar má lesa um verkefnið, sjá myndband sem fylgir verkefninu og sjá myndir frá verðlaunahátíðinni hér: https://www.mema.is/2025

TEYGJA – myndlistarsýning nemenda FÁ opnar í Hinu Húsinu

03.12.2025
Nemendur í lokaáfanga í myndlist við FÁ opna sýninguna TEYGJA föstudaginn 5. desember í Hinu Húsinu. Sýningin samstarfsverkefni FÁ og Hins Hússins

Draumalið í Lannion

01.12.2025
Sex nemendur úr Fjölbrautarskólanum á Ármúla tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Lannion í Frakklandi dagana 12.–18. nóvember ásamt kennurunum Ásdísi Magneu og Þórhalli. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ verkefninu “Democracy and Freedom” sem unnið er í samstarfi við skóla frá Lannion, Frakklandi, Emden Þýskalandi og Santo Tirso Portúgal. Nemendum var skipt upp í sex blandaða hópa með einn fulltrúa FÁ í hverjum hóp. Markmiðið var að draga fram helstu áskoranir Evrópubúa og leggja fram kröfur um lausnir sem verða lagðir fyrir þingmenn Evrópuráðsins í byrjun febrúar. Nemendur fóru í heimsókn til Rennes, höfuðborgar Bretagne héraðsins. Þar tóku þeir þátt í ratleik, fengu ítarlega kynningu á dómshúsinu og nutu frjáls tíma í borginni áður en allir fóru saman út að borða. Einnig var eitt stærsta dagblað Frakklands, Ouest France heimsótt. Nemendahópurinn var sannkallað draumalið, jákvæð og glöð, spurðu áhugaverðra spurninga, tóku virkan þátt í verkefninu sem skilaði niðurstöðum. Þau voru okkur öllum sér og sínum til sóma og gleði. Framhaldið - næst á að hittast í Brussel í byrjun febrúar.......

Hittu forsetisráðherra

28.11.2025
Nemendur í stjórnmálafræðiáfanga á sérnámsbraut kíktu í vettvangsferð í gær og fóru meðal annars í heimsókn á Alþingi og kíktu á Stjórnarráðshúsið. Þar voru þau svo heppin að rekast á Kristrúnu Frostadóttur forsetisráðherra sem spjallaði smá við þau og fengu þau mynd af sér með henni.