Fréttir & tilkynningar

Draumalið í Lannion

01.12.2025
Sex nemendur úr Fjölbrautarskólanum á Ármúla tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Lannion í Frakklandi dagana 12.–18. nóvember ásamt kennurunum Ásdísi Magneu og Þórhalli. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ verkefninu “Democracy and Freedom” sem unnið er í samstarfi við skóla frá Lannion, Frakklandi, Emden Þýskalandi og Santo Tirso Portúgal. Nemendum var skipt upp í sex blandaða hópa með einn fulltrúa FÁ í hverjum hóp. Markmiðið var að draga fram helstu áskoranir Evrópubúa og leggja fram kröfur um lausnir sem verða lagðir fyrir þingmenn Evrópuráðsins í byrjun febrúar. Nemendur fóru í heimsókn til Rennes, höfuðborgar Bretagne héraðsins. Þar tóku þeir þátt í ratleik, fengu ítarlega kynningu á dómshúsinu og nutu frjáls tíma í borginni áður en allir fóru saman út að borða. Einnig var eitt stærsta dagblað Frakklands, Ouest France heimsótt. Nemendahópurinn var sannkallað draumalið, jákvæð og glöð, spurðu áhugaverðra spurninga, tóku virkan þátt í verkefninu sem skilaði niðurstöðum. Þau voru okkur öllum sér og sínum til sóma og gleði. Framhaldið - næst á að hittast í Brussel í byrjun febrúar.......

Hittu forsetisráðherra

28.11.2025
Nemendur í stjórnmálafræðiáfanga á sérnámsbraut kíktu í vettvangsferð í gær og fóru meðal annars í heimsókn á Alþingi og kíktu á Stjórnarráðshúsið. Þar voru þau svo heppin að rekast á Kristrúnu Frostadóttur forsetisráðherra sem spjallaði smá við þau og fengu þau mynd af sér með henni.

Kynslóðir mætast í Múlabæ

20.11.2025
Í nóvember heimsóttu nemendur í lokaáfanga í ÍSTA eldri borgara í Múlabæ sem er dagþjálfun aldraðra og öryrkja. Mjög vel var tekið á móti hópnum og voru bæði nemendur og gamla fólkið hæstánægð með tilbreytinguna. Tilgangur heimsóknarinnar var að fá tækifæri til að spjalla á íslensku og gekk það mjög vel.

Fréttabréf FÁ - nóvember 2025

20.11.2025
Nóvember fréttabréfið er komið út, stútfullt af fréttum og myndum frá síðustu vikum. Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.