- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Nemendaþjónusta
- Almenn þjónusta
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
- Inna
- Moodle
- Teams
- Office 365
Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa (career counselor) innan skólans frá annarri viku ágúst og út fyrstu viku júní.
Náms- og starfsráðgjafi fyrir fjarnámsnemendur er Hrönn Baldursdóttir.
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Opin viðtöl á skráningartíma í fjarnám, 18. - 29. ágúst:
Þau sem eru að íhuga fjarnám er velkomið að koma í viðtal án þessa að panta fyrirfram, á eftirfarandi tímum:
18. - 22.ágúst: á milli kl. 10 og 14
25. ágúst: kl. 9 - 11
26. ágúst: kl. 13 - 16
27. - 29. ágúst: kl. 9 - 15
----------------------------------------------------------------------------------------------
Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um val á námi, um náms- og starfsferilinn, vinnulag og skipulag í námi. Öllum póstum er svarað í þeirri röð sem þeir koma. Núna (13.ágúst) er tæplega eins dags bið eftir svari).
Á kennslutíma fjarnáms (á haust- og vorönn) geta nemendur í fjarnámi bókað viðtal á bókunarsíðu og hægt að velja um símaviðtal, viðtal á staðnum eða fjarviðtal í Teams.
Bókunarsíða fyrir viðtöl: bókað viðtal hér
- Nemendur í fjarnámi á haust- og vorönn geta bókað viðtal með bókunarsíðunni á kennslutíma skólans.
- Þau sem eru ekki skráð í fjarnám/nám í FÁ er velkomið að senda póst og óska eftir viðtali.
Námsskeið, fyrirlestrar og vinnusmiðjur:
Í boði verða örfyrirlestrar og námskeið fyrir nemendur í fjarnámi á haust- og vorönn.
(Fyrirlestrar eru á íslensku)
Námskeið: Námstækni, skipulag og stefna í námi, 4 vikna námskeið og val um mismunandi tímasetningar:
Netfyrirlestrar. Upptökur verða aðgengilegar fyrir skráða nemendur í fjarnámi:
___________________________________________________________
Viðtöl, námskeið og fyrirlestrar eru nemendum að kostnaðarlausu.