- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Innritunargjald er kr. 6000. Hver eining kostar 2.700 krónur. Gengið er frá greiðslu í skráningarkerfi fjarnámsins. Boðið er upp á að greiða með debet- og kreditkortum.
Vinsamlega athugið: Það er ekki hægt að skipta greiðslum og námsgjöld eru ekki endurgreidd eftir að önn er hafin.
Einingar: | Verð: Innritunargjald + einingagjald: |
5 einingar | 6.000 + 13.500 = 19.500 kr. |
10 einingar | 6.000 + 27.000 = 33.000 kr. |
15 einingar | 6.000 + 40.500 = 46.500 kr. |
20 einingar | 6.000 + 54.000 = 60.000 kr. |
25 einingar | 6.000 + 67.500 = 73.500 kr. |
30 einingar | 6.000 + 81.000 = 87.000 kr. |
35 einingar | 6.000 + 94.500 = 100.500 kr. |
Námsgjöld eru ekki endurgreidd og greiðslur eru ekki færðar milli anna.
Hver eining kostar kr. 2700.
Hægt er að skrá sig í 25 einingar á haust- og vorönn en 20 einingar á sumarönn en þeir sem óska eftir að taka fleiri einingar þurfa að hafa samband við fjarnámsstjóra.
Fjarnámsnemandi sem stefnir á að stunda nám á stúdentsbrautum eða heilbrigðisbrautum skólans getur lagt inn beiðni um mat á fyrra námi/mat á námi úr öðrum skólum, sjá hér. Mat á námsferli kostar kr. 10.000.-
Ráðgjöf um næstu skref: Fjarnámsnemandi getur einnig óskað eftir ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ, sjá hér. Ráðgjöfin miðast eingöngu við nám á brautum FÁ.
Ef þú stundar nám í öðrum skóla og ætlar að taka áfanga í fjarnámi FÁ samhliða, þarftu að fá staðfestingu frá þínum skóla um að þeir meti fjarnámsáfangann inn á braut skólans.
Ef þú ert ekki í öðru námi, langar að prófa fjarnám en ert ekki viss um hvað skal velja er þér velkomið að leggja inn beiðni.