- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
"Skólaráð skal vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Heimilt er að setja í reglugerð nánari ákvæði um skipan skólaráðs, verksvið þess og starfshætti." (7. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008)
Skólaráð er skipað tveimur starfsmönnum og tveimur nemendum, auk skólameistara og aðstoðarskólameistara. Auk þess sitja félagsmálafulltrúi og forvarnarfulltrúi fundi ráðsins. Skólaráð er kosið til eins árs í senn og eru fundir haldnir á kennslutíma og boðaðir af skólameistara. Skólaráð fjallar um félagslíf nemenda, skólasókn þeirra og ýmis önnur mál sem varða nemendur. Félagsmálafulltrúi ritar fundargerðir skólaráðs sem eru birtar á heimasíðu skólans.