Nemendur í taláfanga 1 skelltu sér á Þjóðminjasafnið með Sigrúnu kennaranum sínum og fræddust um sögu Íslands. Þau fengu leiðsögn um safnið, mátuðu gömul föt og slógust með sverðum að hætti víkinga.
Núna í vikunni erum við með gesti frá Salamanca á Spáni. Þær Yoanna, Carmen og Eva kenna á heilbrigðisbraut í I.E.S. Martínez skólanum sem er í Salamanca. Þær eru hér til að kynna sér betur starfið í skólanum og þá sérstaklega í Heilbrigðisskólanum. Við bjóðum þær velkomnar!
Fjallgönguhópurinn í FÁ fór í tvær síðustu göngur annarinnar núna í byrjun nóvember. Þann fyrsta nóvember fór hópurinn að Helgafelli í Hafnarfirði og gengu þar hring í kringum Valahnjúka. Þann áttunda nóvember lá svo leiðin að Þingvöllum þar sem gengið var milli Gjábakka og Almannagjár, alls 9 km ganga.
Þátttakan í göngunum í haust hefur verið mjög góð og um 40 nemendur sem hafa tekið þátt í hverri göngu. Nemendur þurfa að fara í 2 fjallgöngur af fjórum til að fá íþróttaeiningu.