Í nóvember heimsóttu nemendur í lokaáfanga í ÍSTA eldri borgara í Múlabæ sem er dagþjálfun aldraðra og öryrkja. Mjög vel var tekið á móti hópnum og voru bæði nemendur og gamla fólkið hæstánægð með tilbreytinguna. Tilgangur heimsóknarinnar var að fá tækifæri til að spjalla á íslensku og gekk það mjög vel.
Nóvember fréttabréfið er komið út, stútfullt af fréttum og myndum frá síðustu vikum. Í hverjum mánuði sendum við út rafrænt fréttabréf. Markmiðið með því er að auka upplýsingaflæði til nemenda og aðstandenda og jafnframt að segja frá starfinu hér í skólanum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með skólanum á netinu til að missa ekki af neinu skemmtilegu. Við erum dugleg að setja fréttir og myndir inn á samfélagsmiðlana sem sýna frá öllu því sem við erum að gera.
Nemendur í taláfanga 1 skelltu sér á Þjóðminjasafnið með Sigrúnu kennaranum sínum og fræddust um sögu Íslands. Þau fengu leiðsögn um safnið, mátuðu gömul föt og slógust með sverðum að hætti víkinga.