Fréttir & tilkynningar

Jólasveinar og vélmenni í leikjahönnun

17.12.2025
Undanfarnar vikur hafa nemendur í leikjahönnun (TÖHÖ2LH05) unnið að þróun frumgerða sem byggja á eigin leikjahugmyndum. Alls kláruðust um 15 frumgerðir þessa önn, þar af fjórar í fjarnámi.

Jólagleði á sérnámsbraut

10.12.2025
Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Í gær, síðasta dag fyrir jólafrí, var jólagleði hjá nemendum. Þau skreyttu piparkökur, skáru út laufabrauð, jólatónlist var spiluð. Hápunkturinn var svo þegar jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.

FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2025

09.12.2025
Teymið Are We the Boiling Frog? úr FÁ bar sigur úr býtum í MEMA-nýsköpunarhraðlinum með hugmynd sem sameinar á einstakan hátt list og tækni. Úrslit hraðalsins voru kunngjörð á lokahátíð hraðalsins í Grósku föstudaginn 28. nóvember. Áherslan í nýsköpunarhraðlinum í ár var á heimsmarkmið 13, sem tengist aðgerðum í loftslagsmálum. Lausn þeirra einfaldar flókin loftslagsmál og hvetur ungt fólk til aðgerða. Verkefnið byggist á gagnvirkri teiknimyndasögu sem nýtir suðupottarlíkínguna (e. boiling frog analogy) til að sýna hvernig hægfara loftslagsbreytingar geta farið fram hjá okkur. Eftir hvern kafla sögunnar geta lesendur valið hvort þeir „hoppi úr pottinum“ og fái þá raunhæfa loftslagsaðgerð sem hægt er að framkvæma strax eða „sitji áfram í pottinum“ og fá þá fræðslu um staðreyndir tengdar loftslagsbreytingum. Aðeins með því að velja aðgerðir í hvert skipti er hægt að klára söguna. Í verkefninu er list og tækni blandað saman til að gera loftslagsmálin aðgengilegri fyrir börn, unglinga og fjölskyldur. Dómnefndin hrósaði verkefninu fyrir áhrifaríka fræðslu, sterka listræna framkvæmd og skýra tengingu við aðgerðir í loftslagsmálum. Lausnin var talin sérstaklega aðgengileg þar sem hún einfaldar flókin loftslagsvísindi í áhrifaríka sögu með einföldum aðgerðum. Vinningsliðið er skipað þeim Patriciu Birimumaso, Norhu Calvo Corotenco, Malini Sakundet og Heorhii Tkachenko. Þau unnu verkefnið undir styrkri leiðsögn kennara síns, Hönnu Jónsdóttur. Nánar má lesa um verkefnið, sjá myndband sem fylgir verkefninu og sjá myndir frá verðlaunahátíðinni hér: https://www.mema.is/2025

TEYGJA – myndlistarsýning nemenda FÁ opnar í Hinu Húsinu

03.12.2025
Nemendur í lokaáfanga í myndlist við FÁ opna sýninguna TEYGJA föstudaginn 5. desember í Hinu Húsinu. Sýningin samstarfsverkefni FÁ og Hins Hússins