Fréttir & tilkynningar

Áhugavert hlaðvarp - Afbragðsnemandi leitar að starfi

21.01.2026
Við viljum vekja athygli á áhugaverðu hlaðvarði sem Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi í FÁ heldur úti. Þar fjallar hún um ýmislegt er viðkemur námstækni og náms- og starfsferilinn. Hlaðvarpið hóf göngu sína 24. apríl 2025 og kemur nýr þáttur í loftið á fimmtudögum. Hér er hægt að hlusta: https://thinleid.is/podcast

FÁ úr leik í Gettu betur

20.01.2026
FÁ er því miður úr leik í Gettu betur eftir tap á móti sterku liði ME í gær en staðan eftir keppnina var 23 - 14. Lið FÁ er skipað þeim Eiríki Stefánssyni, Iðunni Úlfsdóttur og Hilmari Birgi Lárussyni.

Nemendur á sérnámsbraut heimsóttu björgunarsveitina Jötunheima

19.01.2026
Nemendur í áfanganum Starfsnám og Lok á sérnámsbraut heimsóttu björgunarsveitina Jötunheima í Garðabæ. Þar fengu þeir innsýn í starf björgunarsveitarinnar, kynntust tækjum og búnaði og lærðu um það mikilvæga hlutverk sem sveitin gegnir í samfélaginu. Heimsóknin var bæði fræðandi og áhugaverð og fengu nemendur að prófa allskonar tæki og tól.

Nýtt listaverk á Steypunni

16.01.2026
Nemendur og aðrir gestir hafa eflaust tekið eftir því að búið er að mála flotta mynd á stóra vegginn á Steypunni. En það voru 3 nemendur í áfanganum málun 2 sem tóku það verkefni að sér á haustönninni, þær Bergný Klara, Timea Garajszki og Katrín Edda.