16.01.2026
Nemendur og aðrir gestir hafa eflaust tekið eftir því að búið er að mála flotta mynd á stóra vegginn á Steypunni. En það voru 3 nemendur í áfanganum málun 2 sem tóku það verkefni að sér á haustönninni, þær Bergný Klara, Timea Garajszki og Katrín Edda.