- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Allir starfsmenn og nemendur FÁ hafa nú frían aðgang að Canva. Slóðin er: canva.com
Til að tengjast inní forritið velur þú "Log in" hnappinn efst til hægri í valmyndinni.
Upp kemur valmynd sem gefur kost á að nota mismunandi leiðir til að tengjast. Hér er mikilvægt að velja valkostinn "Continue another way"
og í næstu valmynd er mikilvægt að velja valkostinn "Continue with Microsoft" þar sem aðgangurinn fer í gegnum Menntaskýið. Allir eiga að nota "FA" aðganginn sinn.
Nú koma upp kunngulegar innskráningarmyndir þar sem notandinn skráir notendanafnið sitt og lykilorð.
Að lokum þarf að staðfesta (Accept) leyfisbeiðnina.
Svo er bara að halda af stað!
Gangi þér vel og góða skemmtun!