- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Íþrótta- og heilbrigðisbraut er 200 eininga námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi. Brautinni er ætlað að veita nemendum fjölbreytta menntun á sviði íþrótta-, þjálfunar- og heilbrigðisfræða auk kjarnagreina. Nemendur sem útskrifast af brautinni eiga að hafa góðan grunn til að taka að sér aðstoðarþjálfarastörf hjá yngri flokkum íþróttafélaga og ýmsum félagasamtökum sem vinna að íþróttamálum auk þess að vera undirbúnir fyrir frekara nám í íþróttakennslu- og heilbrigðisfræðum.
Afreksíþróttafólk sem stundar nám á brautinni fær íþrótt sína metna til eininga auk þess sem tillit er tekið til æfinga- og keppnisferða eins kostur er.
Nákvæm brautarlýsing er á námskrá.is og með því að smella þar á áfangaheit fæst lýsing á innihaldi viðkomandi áfanga.