Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjar eru trúnaðar- og talsmenn nemenda. Þeir veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi nám, námsval og það sem nemendur vilja ræða sem getur haft áhrif á nám þeirra og árangur.

Alls eru fjórir náms- og starfsráðgjafar starfandi við FÁ, þrír fyrir dagskólann og einn fyrir fjarnámið.

Viðtalstímar eru alla daga vikunnar á starfstíma skólans. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst eða koma við á skrifstofum þeirra í N 101 á fyrstu hæð.

Almennar fyrirspurnir vegna dagskóla: namsradgjof@fa.is (vinsamlegast sendið ekki póst á allar í einu, sendið frekar á sameiginlega póstinn).

Almennar fyrirspurnir vegna fjarnáms: radgjof@fa.is

Náms- og starfsráðgjafar dagskólans:

Sandra Þóroddsdóttir

Netfang: sandra@fa.is

 

 

 

Guðlaug Ragnarsdóttir

Netfang: gudlaug@fa.is

 

 

 

 

 

Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir

Netfang: sigrunfjel@fa.is

 

 

Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms:

Hrönn Baldursdóttir

Netfang: hronn@fa.is

 

 

Nemendur fjarnámsins hafa aðgang að námsráðgjafa fjarnámsins innan skólans. Hægt er að senda tölvupóst á radgjof@fa.is með fyrirspurnir og vangaveltur um náms- og starfsferilinn. Einnig er hægt að óska eftir viðtali og er val um hvort það sé símaviðtal, viðtal á staðnum eða í gegnum Teams.

Náms- og starfsráðgjafi fjarnáms er staðsett á annari hæð í V álmu.

Helstu hlutverk náms- og starfsráðgjafa eru að:

  • Leiðbeina nemendum við að móta stefnu sína á náms- og starfsferlinum.
  • Liðsinna nemendum við að finna sín eigin markmið varðandi náms- og starfsval.
  • Veita nemendum fræðslu og ráðgjöf við val á námi eða starfi.
  • Veita nemendum ráðgjöf í námi, t.d. tímaskipulag, námstækni, við prófkvíða o.fl.
  • Veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning í einkamálum svo þeir eigi auðveldara með að stunda námið og vísa þeim til annarra sérfræðinga ef þörf er á.
  • Skipuleggja heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðslu í skólanum.
  • Sérúrræði í prófum og öðru námsmati.
  • Utanumhald um greiningar og langtímavottorð.
  • Námsráðgjafar eru bundnir trúnaði við nemendur eins og landslög leyfa.
  • Tengiliðir í farsældarþjónustu barna.
Síðast uppfært: 22. september 2024