Heilbrigðisritarabraut

Námið

Heilbrigðisritaranám er 120 eininga starfsnám með námslok á 2. hæfniþrepi. Námið tekur að jafnaði fimm annir (tvö og hálft ár með starfsnámi). Það skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar, sérgreinar brautar og vinnustaðanám. Tilgangur námsins er að búa nemendur undir ritarastörf á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Þau störf eru fjölbreytt og hafa að mestu leyti þróast á vettvangi í takt við þarfir stofnana.

Inntökuskilyrði

Skilyrði til innritunar í nám á heilbrigðisritarabraut er að nemendur hafi lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja vinnustaðanám.

Námið, sem er 120 einingar, skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar, sérgreinar brautar og vinnustaðanám. Meðalnámstími er tvö og hálft ár, þ.e. fjórar annir í skóla auk tólf vikna vinnustaðanáms. 26% eininga er á fyrsta þrepi, 66% á öðru þrepi og 8% á þriðja þrepi. Skipulagt vinnustaðanám, undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara, tekur við að loknu bóknámi.

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám á heilbrigðisstofnun eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tekur við að loknu bóknámi í skóla. Það skiptist í 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á heilsugæslu undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara og 6 vikna skipulagt vinnustaðanám á sjúkrahúsi undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara. Vinnustaðanámið fer fram á vinnustað sem viðkomandi skóli viðurkennir.

Endurskoðuð námsbraut heilbrigðisritara tók gildi í janúar 2023, nemendur sem langt eru komnir í námi samkvæmt fyrri útgáfu er heimilt að ljúka samkvæmt henni. Allir nýir nemendur hefja nám samkvæmt endurskoðaðri námsbraut. Nánari upplýsingar hjá kennslustjóra brautar.

Heilbrigðisritarabraut (pdf)

Heilbrigðisritarabraut (excel)

Síðast uppfært: 11. september 2024