Prentun úr fartölvum

Notendur með eigin fartölvu, hvort sem það er PC eða Mac, geta sent verk í prentun með því að fara inn á vefsíðu prentforritsins MyQ sem notað er í skólanum. Farðu inn á eftirfarandi slóð: http://frigg.fa.is:8080   ATH. Til að prenta þarftu að vera tengdur inn á þráðlausa net skólans FA-Nemendur.
Sláðu inn FA skólanetfangið þitt og lykilorð. 

 




Eftirfarandi mynd kemur upp þegar inn á heimasíðuna er komið. Veldu Print File valkostinn neðarlega á myndinni.

Veldu Browse… hnappinn og sæktu á tölvuna þína það verk sem á að prenta. Hægt er að prenta Word, Excel, PowerPoint og flest önnur Office skjöl, PDF skjöl, txt skjöl og jpeg, jpe, jfif, jif myndir.

Valið er „Duplex“ til að prenta báðu megin, fjöldi eintaka er skrifað í reitinn „Copies“ og ef á að prenta í lit þá er valið Color. Einnig er hægt að velja að hefta og gata ef þess er óskað. 

Þegar þú hefur sótt verkið á tölvuna þína sem þú ætlar að prenta og velja  þá reiti sem við á staðfestirðu með því að velja hnappinn OK.

Síðast uppfært: 23. september 2025