- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Notendur með eigin fartölvu, hvort sem það er PC eða Mac, geta sent verk í prentun með því að fara inn á vefsíðu prentforritsins MyQ sem notað er í skólanum. Farðu inn á eftirfarandi slóð: http://frigg.fa.is:8080
Sláðu inn FA notendanafnið þitt og lykilorð.
Eftirfarandi mynd kemur upp þegar inn á heimasíðuna er komið. Veldu Print File valkostinn neðarlega á myndinni.
Veldu Browse… hnappinn og sæktu á tölvuna þína það verk sem á að prenta. Taktu eftir að það er hægt að prenta PDF skjöl, txt skjöl, jpeg, jpe, jfif, jif myndir en ekki skjöl sem unnin eru í Office forritum eins og Word, Excel eða PowerPoint. Breyta þarf Office skjölum yfir á PDF form ef á að prenta þau út.
Hakað er við „Duplex“ til að prenta báðu megin, fjöldi eintaka er skrifað í reitinn „Copies“ og ef einungis á að prenta í svart hvítu þá er hakað við „Monocrome“.
Þegar þú hefur sótt verkið á tölvuna þína sem þú ætlar að prenta og haka í þá reiti sem við á staðfestirðu með því að velja hnappinn OK.