- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Nemanda ber að mæta stundvíslega í þau próf sem hann er skráður í og hafa meðferðis persónuskilríki.
Nemandi skal leggja persónuskilríki á prófborð svo yfirsetumaður geti borið þau saman við nafnalista.
Nemendur mega fara úr prófi eftir að 30 mínútur eru liðnar af próftíma.
Próftíminn er tvær klukkustundir. Próf eru samin með það í huga að próftakan er ein og hálf klukkustund. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um lengri próftíma.
Slökkt skal á farsímum í prófi og þeir mega ekki vera á prófborði né í vasa próftaka. Sama gildir um önnur snjalltæki.
Nemanda sem verður uppvís að svindli (notar óheimil hjálpargögn, veitir eða þiggur hjálp frá öðrum nemanda), er vísað úr prófi og hann fær falleinkunn í áfanganum.
Sömu reglur gilda á öllum prófstöðum okkar.
Athugið! Nemendur geta haft með sér hressingu í próf, en af tillitsemi við aðra mælum við með ílátum sem ekki skrjáfar í.