Prófstaðir

Próftaka utan FÁ

Nemendur sem hafa ekki tök á að taka lokapróf í húsnæði skólans þurfa að tilkynna það til skrifstofu fjarnáms fyrir 22.júlí, fjarnam@fa.is.  Ef nemandi tekur próf erlendis þarf hann sjálfur að útvega próftökustað og ábyrgðarmann. ATH: á sumarönn er erfiðara að verða sér út um próftökustað erlendis. Við hvetjum þig til að huga strax að málum.

Á sumarönn þarf nemandinn alla jafnan að hafa sjálfur samband við próftökustaði innanlands en við höfum samband við eftirfarandi próftökustaði: VMA, Símey á Akureyri, Austurbrú (Borgarfjörður eystri Fjarðarborg, Egilsstaðir, Djúpivogur, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Stöðvarfjörður, Seyðisfjörður og Vopnafjörður) ME Egilsstaðir, MSS Keflavík, FS Keflavík og HFSU á Selfossi.

Framhaldsskólar utan höfuðborgarsvæðisins, símenntunar- og fræðslustöðvar víðs vegar um landið taka gjarnan að sér umsýslu lokaprófa fyrir Fjarnám FÁ. Hér fyrir neðan er upptalning á stofnunum sem hafa þjónustað fjarnámsnemendur FÁ en listinn er ekki tæmandi.

1. Framhaldsskólar/símenntunar-, fræðslustöðvar sem þjónusta fjarnámsnemendur FÁ:

Síðast uppfært: 19. maí 2025