Prófstaðir

Próftaka utan FÁ

Nemendur sem hafa ekki tök á að taka lokapróf í húsnæði skólans þurfa að tilkynna það til skrifstofu fjarnáms fyrir 15.nóvember, fjarnam@fa.is.  Ef nemandi tekur próf erlendis þarf hann sjálfur að útvega próftökustað og ábyrgðarmann. Sendiráð og ræðismannaskrifstofur taka almennt að sér að sjá um umsýslu lokaprófa. Einnig er hægt að leita til viðurkenndra menntastofnana/bókasafns í næsta nágrenni við dvalarstað nemenda. Hafðu samband við skrifstofu fjarnáms ef þú þarft frekari upplýsingar.

Skrifstofa fjarnáms tekur við skráningum á eftirfarandi próftökustaði: VMA, Símey á Akureyri, Austurbrú (Borgarfjörður eystri Fjarðarborg, Egilsstaðir, Djúpivogur, Neskaupsstaður, Reyðarfjörður, Stöðvarfjörður, Seyðisfjörður og Vopnafjörður) ME Egilsstaðir, MSS Keflavík, FS Keflavík og HFSU á Selfossi.

Nemandi getur tekið lokapróf á öðrum stöðum en þarf sjálfur að hafa samband við stofnunina. Framhaldsskólar utan höfuðborgarsvæðisins, símenntunar- og fræðslustöðvar víðs vegar um landið taka gjarnan að sér umsýslu lokaprófa fyrir Fjarnám FÁ. Hér fyrir neðan er upptalning á stofnunum sem hafa þjónustað fjarnámsnemendur FÁ en listinn er ekki tæmandi.

1. Framhaldsskólar/símenntunar-, fræðslustöðvar sem þjónusta fjarnámsnemendur FÁ:

Síðast uppfært: 08. september 2025