- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Erlent samstarf – haustönn 2024
20. ágúst: Þrír skólastjórar frá Ängelholm í Svíþjóð, þær Maria Karin Magnusson, Rebecca L Lundström og Maria Aspegren komu í heimsókn og kynntu sér starfsemi sérdeildarinnar. Þær hafa lýst yfir áhuga á frekara samstarfi og er það í undirbúningi.
12. og 13. september: Frederic Smit og Fabrizio Fabiano, sem kenna ensku og stærðfræði, komu í heimsókn í Job Shadowing ferð. Þeir eru frá Huy í Belgíu.
17. og 19. september: Katell Perrot og Colette Masson-Gauthier, kennarar í ensku, landafræði og jarðfræði, komu ásamt 18 nemendum frá Fougères, Frakklandi. Þau fengu að heimsækja kennslustundir, fræðast um FÁ og um náttúru Íslands.
4. –11. október: Edda Ýr og Þórunn fara til Coimbra í Portúgal ásamt fimm sjúkraliðanemum vegna verkefnisins: Comparing Differences in Healthcare in Europe. Nöfn þeirra nema sem fara eru: Bríet Elfarsdóttir, Birgitta Ósk Hlöðversdóttir, Elín Rós Pétursdóttir, Harpa Egilsdóttir og María Hólmfríður Fons Eiríksdóttir.
15. október: Helena Udd, Sofia Winberg og Nikolina Roos Benjaminsson koma í heimsókn. Þær eru frá Uddevalla Vuxenutbildning og vilja fræðast um hvernig við í FÁ erum að veita nemendum sértækan stuðning og vilja líka gjarna deila reynslu sinni með okkur.
16. –21/22. október: Edda Lára og Kristrún B. fara til Trutnov í Tékklandi í Job Shadowing ferð að heimsækja skóla og fylgjast með starfinu þeirra.
2. – 9. nóvember: Andri, Guðbjörg og Tinna fara með fimm nemendur á fund til Tegueste vegna verkefnisins: A Green Day. Það eru þau: Bríet Saga Kjartansdóttir, Dana Zaher El Deen K. Al Henaw, Daníel Þór Fjeldsted Einarsson, Róbert William Farley og Thelma Rut Þorvaldsdóttir sem eru þátttakendur í verkefninu fyrir hönd skólans.
2. nóvember – 6. desember: Tveir sjúkraliðanemar frá Danmörku koma í vinnustaðanám á vegum Heilbrigðisskólans.
6.- 12. nóvember: Skólaheimsókn. Tveir kennarar og fimm nemendur fara til Lannion í Frakklandi.
11.- 15. nóvember: Sara Castellanos og Alejandro koma í heimsókn frá Tenerife, skólinn þeirra heitir IES Cabrera Pinto. Þau vilja fá að kynnast skólanum okkar og heimsækja kennslustundir.
Framundan:
Það helsta framundan er að sækja um aðra Erasmus+ aðild (vottun) fyrir bóknámshluta skólans. Við fengum vottun fyrir starfsnámshlutann í fyrra. Vottun skóla er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Sjá nánar:
https://www.erasmusplus.is/studningur-og-gogn/erasmus-adild/
Þessi dagskrá er sett fram með fyrirvara um breytingar.
21. – 27. janúar: Comparing Differences in Healthcare in Europe – Aðalheiður Dagmar og Þórunn fóru til Trutnov í Tékklandi ásamt fimm nemendum. Þetta var fyrsti fundur verkefnisins af þremur. Eins og nafnið gefur til kynna þá verða borin saman vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna á milli þeirra landa sem taka þátt en ásamt FÁ en það er skólar í Tékklandi og í Portúgal.
13. – 15. mars: Stjórnendur heilbrigðisskólans tóku á móti um tíu kennurum sem komu frá Stavanger í Noregi.
4. – 5. apríl: Petter Öhrling skólastjóri frá Gautaborg kemur ásamt aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sérkennurum og námsráðgjöfum og skjólahjúkrunarfræðingi í heimsókn. Þetta eru samtals átta gestir sem koma til okkar Í FÁ í starfsheimsókn ( job shadowing ).
15. – 19. apríl: ALBERTO MUÑOZ JAIME kennir heilbrigðisfræði í IES Isabel de Castilla sem er í Ávila á Spáni. Hann kemur m.a. til að hitta kennara í FÁ og að kynna sér sér Heilbrigðisskólann.
15. – 19. apríl: A Green Day – þrír kennarar og fimm nemendur frá IES Tegueste á Tenerife koma í heimsókn á vegum verkefnisins til að kynna sér vinnu okkar við Grænfánann.
26.- 30. maí: Skólaheimsókn til Portúgals, flogið til Porto og gist í Braga í tvær nætur og aðrar tvær nætur í Porto.
júní: Þóra Kristín skoðar skóla í Stokkhólmi ásamt fleiri bókasafnsfræðingum.