- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Heilbrigðisvísindabraut er 200 eininga bóknámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi. Tilgangur með brautinni er að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi. Áhersla er á nám í heilbrigðisgreinum og er þá sérstaklega horft til undirbúnings undir samkeppnispróf í hjúkrunarfræði og fyrir inntökupróf Læknadeildar – og Tannlæknadeildar. Brautin skiptist í tvær línur, annars vegar Hjúkrunarlínu og hins vegar Lækna-, tannlækna- og sjúkraþjálfunarlínu.
Nám á heilbrigðisvísindabraut skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta lagi er bóknámskjarni og þriðja mál (106 einingar), í öðru lagi er brautarkjarni (36 einingar) sem inniheldur eingöngu heilbrigðisgreinar, í þriðja lagi eru tvær línur í boði þar sem nemandi velur sér að lágmarki 35 einingar af náttúru – og heilbrigðisgreinum og í fjórða lagi er frjálst val (23 einingar) sem nemandi velur sér í samræmi við áhuga og lokamarkmið.
Til að hefja nám á heilbrigðisvísindabraut er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í kjarnagreinum (íslensku, ensku og stærðfræði) eða lokið fornámi í þessum áföngum.
Til að útskrifast af heilbrigðisvísindabraut þarf nemandi að ljúka að lágmarki 35 einingum á þriðja þrepi. Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið náminu á þremur árum. Til þess þarf að ljúka 33-35 einingum á hverri önn. Nemandi þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu í öllum áföngum og hafa í huga að ekki eru allir áfangar í boði á hverri önn. Kennslustjórar heilbrigðisbrauta skólans ásamt áfangastjóra og námsráðgjöfum eru ráðgefandi og geta nemendur leitað til þeirra og fengið leiðbeiningar og ráð með val á áföngum.
Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is og með því að smella þar á áfangaheiti fæst lýsing á innhaldi viðkomandi áfanga.
Heilbrigðisvísindabraut (PDF)
Heilbrigðisvísindabraut (Excel)