Þjónusta fyrir nemendur með námserfiðleika

Kennslustjóri sértækra námserfiðleika leitast við að styðja við nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika (lesblindu - dyslexíu) og/eða stærðfræðiröskun (talnablindu - dyscalculía) þannig að þeir geti nýtt hæfileika sína sem best í námi. Einnig nemendur með dyspraxíu (erfiðleikar með skipulag, áttunar- og tímaskyn).

Kennslustjóri veitir ráðgjöf, aðstoðar við heimanám. Greinir og veitir sérstök úrræði við próftöku. Stuðningsáfangi LESA1DY05. Kennslustjóri er talsmaður lesblindra nemenda innan skólans.

Kennslustjóri sértækra námserfiðleika (dyslexia/dyscalculla) er Regína Unnur Margrétardóttir.

 Regína Unnur Margrétardóttir

Netfang: regina@fa.is

Haustönn 2024

Viðtöl og aðstoð:

Mánudaga: 13:00 - 15:00
Þriðjudaga: 13:00 - 15:00
Miðvikudaga: 9:00 - 10:00
Fimmtudaga: 10:30 - 15:00
Föstudaga: 9:00 - 12:30

Regína er staðsett á skrifstofu stoðþjónustu á N gangi.

Fræðsluefni:

Fræðsluefninu er skipt í 4 flokka og er hægt að nálgast það í valstikunni hér til hægri.

Síðast uppfært: 08. september 2024