- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
Ef þú kemst ekki inn í Moodle er líklegt að þú sér skráð(ur) inn í Microsoft aðgangi já annarri stofnun eða fyrirtæki.
Ef eftirfarandi leiðbeiningar leysa ekki vandann getur lausnin falist í að nota annan vafra.
Villan gæti litið svona út.
Til að leiðrétta þetta þarf að fara inn í Office 365 hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki og skrá notandann út. Það er gert t.d. á eftirfarandi máta:
Fara inn á https://www.fa.is/ og smella á hlekkinn Office 365.
Þá lendir notandinn inni á vefsvæði hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem heldur innskráningunni. Það getur verið fyrirtæki, stofnun eða skóli á framhalds- eða háskólastigi.
Útlitið getur verið eitthvað svipað þessu:
Næsta skref er að smella á hringinn í hægra horninu (oft er mynd af notandanum eða upphafstafir notanda). Þá opnast gluggi þar sem valið er "Sign out".
ATH. Ekki klikka á þessu!
ÞAÐ ÞARF AÐ LOKA VAFRANUM ÁÐUR EN LENGRA ER HALDIÐ
Eftir að notandinn hefur skráð sig út ("Sign out") og lokað vafranum er hann opnaður aftur, farið inn á https://www.fa.is og smellt beint á hlekkinn "Moodle".
Núna opnast innskráningarsíð í "Moodle" smellt er á "Innskráning í Moodle".
Upp kemur val um hvort notandinn vill fara inn sem áður innskráður notandi eða nota nýjan aðgang. Smellt er á "User another account" og notandinn lendir inn á innskráningarsíðu hjá Menntaský
Notandinn slær inn sinn "fa" notendaaðgang (muna að setja @fa.is fyrir aftan)
Næst er aðgangsorð notanda slegið inn.
Nú kemur gluggi þar sem spurt er hvort notandinn vilji festa "fa" innskráninguna. Ef valið er "NO" er notandinn spurður næst þegar hann fer inn hvorn aðganginn hann vill nota.
Velkominn þú ert kominn inn í Moodle.