Skráning í fjarnám á haustönn 2025

Skráning: 18. ágúst - 31. ágúst, sjá tengil
Önnin hefst: 2. september - þann 2.september fá nemendur send aðgangsorð í SMS-i og sama dag verður opnað fyrir aðgang í Moodle/INNU og kennsla hefst. Ef nemandi sækir um eftir 31.ÁGÚST fær hann sms þegar hann hefur verið stofnaður í kerfinu.
Próftafla birt: 23. september
Lokapróf: 25. nóvember - 8. desember 

Vinsamlegast athugið:

    • Mikilvægt er að skrá réttar upplýsingar um nemanda, ekki síst gsm-símanúmer viðkomandi. Staðfesta þarf símanúmer í skráningunni með talnaröð sem berst með sms-i í númerið. Í upphafi annar (3.júni) verða aðgangsorð send í símanúmerið með SMS-i.  
    • Við skráningu þarftu að vera með greiðslukort og farsíma til að auðkenna/staðfesta greiðslu. Eftir að hafa auðkennt greiðsluna þarftu að senda skráninguna inn (velja græna hnappinn "senda umsókn"). 
    • Ekki er hægt að sækja um nám á braut í fjarnáminu. Þegar þú skráir þig getur þú valið braut til að sjá alla áfanga sem eru í boði á brautinni. Ef þú velur "sjá alla áfanga óháð braut" færðu aðgang að öllum áföngum sem eru í boði á önninni.
    • Þú þarft ekki að skila inn gögnum (fylgiskjöl) í skráningarferlinu þó boðið sé upp á það.

 Hér getur þú skoðað hvaða áfangar eru í boði í fjarnáminu í haust (þú getur sett inn "haust" sem leitarorð).    Hér getur þú skoðað verðskrá fjarnámsins. 

Að gefnu tilefni:

    • Lokapróf í fjarnámi FÁ eru ekki rafræn í Moodle eða INNU. Þau eru tekin í húsnæði skólans í Ármúla 12.
    • Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn 4,5 í lokaprófi til að verkefni og próf sem eru unnin á önninni gildi til lokaeinkunnar.
    • Nemendur sem búa eða eru stödd utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið lokapróf utan FÁ. Sjá upplýsingar hér.
    • Notendanafn fjarnámsins er einnig þitt skólanetfang á önninni. Í netfangið berast mikilvægar upplýsingar frá kennurum og skrifstofu fjarnáms.

 >>>>>>>   SKRÁÐU ÞIG HÉR  <<<<<<<

 

  

 

 

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: 17. ágúst 2025