- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Skrifstofa
- Stoðþjónusta
- Þjónusta við nemendur
- Heilbrigðisskólinn
- Fjarnám
29. 4. 2024
Hópur frá skólanum IES Tegueste á Spáni kom í heimsókn í FÁ dagana 15. – 19. apríl en skólinn er samstarfsskóli okkar í Erasmus+ verkefninu A Green Day sem er umhverfismiðað verkefni. Fimm nemendur og þrír kennarar sóttu FÁ heim og þessa viku sem þau voru í heimsókn hjá okkur hjálpuðu nemendur FÁ þeim að útbúa handbók um Grænfánann, alþjóðlega umhverfisviðurkenningu sem á ensku kallast Eco- Schools. FÁ er sá framhaldsskóli á Íslandi sem hefur lengst flaggað grænfánanum og nemendur okkar því vel í stakk búnir að aðstoða við gerð handbókarinnar. Ásamt því að vinna að handbókinni fóru gestirnir ásamt gestgjöfunum Gullna hringinn og á náttúrusýninguna í Perlunni. Spánverjarnir voru „heppnir“ með veður en eins og tíðkast í apríl á Íslandi var allra veðra von og þau fengu allt frá snjókomu yfir í glampandi sól og aðspurð sögðu þau að það hefði verið einn af hápunktunum, að geta farið í snjókast í apríl.
Í nóvember fer sami hópur og tók á móti gestunum hér heima út í heimsókn til IES Tegueste sem er staðsettur norðanmegin á eynni Tenerife. Þar munu nemendur okkar læra að reikna kolefnissporið sitt og halda áfram að styrkja tengslin við þennan frábæra vinaskóla.
Heimasíða verkefnisins: https://agreendayblog.wordpress.com/