Erlent samstarf - fréttir

12.09.2025

Heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu

Núna í vikunni vorum við með góða gesti í heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu, þær Sara Colatosti og Daniela Meaglia. Þær voru í undirbúningsheimsókn að kanna hvort skólarnir okkar geti unnið saman að verkefni. Við stefnum á að hefja samstarfið næsta haust en þá koma fimm nemendur frá þeim í heimsókn til okkar. Þær Edda Lára og Jeannette tóku vel á móti þeim, funduðu, sýndu þeim skólann og svo kíktu þær í kennslustundir. Við hlökkum til frekari samstarfs með þeim Sara og Daniela.
26.08.2025

Heimsókn frá Mataró á Spáni

Nú er skólastarfið komið á fullt og það þýðir að erlenda samstarfið okkar er líka hafið. Á hverju ári fáum við fullt af heimsóknum frá aðilum frá skólastofnunum víða um heim sem vilja kynna sér starfið í skólanum okkar. Þessa vikuna er hún Bàrbara Ruiz Soliva frá Maristes Valldemia í Mataró, Spáni er heimsókn. Hún kennir ensku, stærðfræði, hagfræði og nýsköpun. Nemendur hennar eru frá 12 til 16 ára. Á myndinni er hún í heimsókn í ensku hjá Alice.
24.06.2025

BGreen kvikmyndahátíð í Portúgal

Hópur nemenda frá FÁ skellti sér til Portúgal á dögunum til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni BGreen Festival sem var haldin í Santo Tirso, skammt frá Porto dagana 3. - 7. júní. Atli Sigurjónsson kvikmyndakennari og Þórhallur Halldórsson líffræðikennari fylgdu þeim Arngrími Búra, Helenu Freyju, Heorhii, Steini og Önu á hátíðina. BGreen er hátíð fyrir ungt fólk sem leggur áherslu á umhverfismálefni og felst í því að nemendur gera stutta spotta (30-45 sek) út frá ákveðnu þema sem hátíðin leggur fram – í þetta skiptið var þemað „Smart solutions, green future“. Hundruðir skóla um allan heim sentu inn myndir og rúmlega tuttugu voru valdar, þar á meðal mynd frá okkar nemum.
20.06.2025

Sjúkraliðanemar tóku á móti nemum frá Portúgal og Tékklandi

Dagana 30. mars til 5. apríl sl. komu í heimsókn til okkar í Fjölbraut við Ármúla, sjúkraliðanemendur frá Tékklandi og Portúgal. Var heimsóknin þriðji og jafnframt síðasti fundur ERASMUS + verkefnis sem þessir þrír skólar hafa starfað saman að síðan undirbúningur hófst haustið 2023. Áður höfðu nemendur og kennarar frá FÁ heimsótt Trutnov í Tékklandi í janúar 2024 og svo Coimbra í Portúgal í október 2024.
28.05.2025

Erasmus verkefni – sérnámsbraut FÁ og Ängelholm gymnasiet í Svíþjóð

Fjórir starfsmenn sérnámsbrautar tóku þátt í „job shadowing“ verkefni með tveimur kennurum í Ängelholm á Skáni í Svíþjóð á þessari önn. Þetta voru Dóra, Finnbjörn, Hlynur og Inga Maggý á sérnámsbraut. Frá Ängelholm voru það Louise og Ulrika sem komu í heimsókn til okkar 7.-9.apríl. Þær fylgdust með kennslu í öllum okkar námshópum auk þess sem þær sýndu nemendum okkar myndband sem var kveðja frá nemendum í Ängelholm.
27.05.2025

Sýndarveruleiki og gervigreind í skólastarfi

Þrír kennarar Fjölbrautaskólans við Ármúla ferðuðust til Ítalíu á dögunum í tengslum við Erasmus+ verkefnið We Shape the Future: Integrating AI, AR and VR in Education. Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja skóla sem staðsettir eru á Íslandi, Grikklandi og Tyrklandi auk aðkomu sérfræðinga frá Ítalíu sem veita leiðsögn og fræðslu. Markmið verkefnisins er að kanna með hvaða hætti sýndarveruleiki, gagnaukinn veruleiki og gervigreind getur nýst í námi og kennslu innan STEM-greina, þ.e.a.s. greina á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda.
19.05.2025

Sjálfbærar flutningsleiðir í Evrópu árið 2050

Dagana 26. febrúar – 5. mars tók FÁ þátt í Erasmus verkefninu Sustainable Mobility in Europe 2050). Fimm úrvalsnemendur frá skólanum tóku þátt; þau Birna Clara, Dísa María, Heorhii, Ísold og Míkah ásamt kennurunum Ásdísi og Þórhalli. Samstarfsskólarnir frá Sante Tirso í Portúgal, Lannion í Frakklandi og Emden í Þýskalandi sendu viðlíka fulltrúa.
20.03.2025

Kynnisferð til Belgíu

ÍSAN kennararnir Sigrún Eiríks, Kristjana og Sigrún Gunnars fóru í mjög fræðandi og skemmtilega ferð til Belgíu í gegnum Erasmus+ þann 10.-14.mars sl. Megin tilgangur ferðarinnar var að kynna sér móttöku á innflytjendum í framhaldsskólum. Farið var í sérstakan móttökuskóla sem heitir OKAN þar sem nemendur dvelja í 1-2 ár og læra hollensku í bland við nokkur önnur fög eins og stærðfræði og frönsku en franska er annað opinbert mál Belgíu. Að honum loknum er þeim fylgt eftir í eitt ár en þá fara nemendur gjarnan í systurskóla OKAN sem er hefðbundinn framhaldsskóli. Mikið er lagt upp úr félagslega þættinum og reynt að finna íþróttir og tómstundir fyrir alla. Fundað var með ýmsum kennurum og námsráðgjöfum og ÍSAN kennarar fræddir um allt milli himins og jarðar. Þær sátu líka í ólíkum kennslustundum, fóru í göngu um Antwerpen þar sem OKAN nemendur sáu um leiðsögn og fræddu þær um borgina. Einnig fóru þær í súkkulaði verksmiðju sem er auðvitað stolt þeirra Belga og ómissandi þáttur í menningu þeirra. Vonast þær til að ferðin geti nýst til að miðla fróðleik og þekkingu Belgíu til okkar á Íslandi.
20.02.2025

A Green Day verkefnið

Á síðasta ári tók Fjölbrautaskólinn við Ármúla þátt í Erasmus verkefninu A Green Day í samstarfi við IES Tegueste frá Tenerife. Verkefnið byggði á samstarfi tveggja skóla þar sem markmiðið var að fræða hvorn annan um ýmis umhverfismál. FÁ hjálpaði IES Tegueste að undirbúa vinnu við umsókn um Grænfánann sem við höfum fengið afhentan í um 20 ár, fyrstir allra framhaldskóla. Í verkefninu fyrir hönd FÁ voru Andri Ingvason, Guðbjörg Eiríksdóttir og Tinna Eiríksdóttir en með þeim voru fimm nemendur sem stunda nám við skólann.
17.01.2025

Skólaheimsókn til Lycée Félix Le Dantec í Frakklandi

Dagana 6.-11. nóvember tók Fjölbrautarskólanum við Ármúla tók þátt í Erasmus verkefninu Second life í Lannion Frakklandi. Verkefnið er samstarfsverkefni, fjögurra skóla, en auk kennara og nemenda frá FÁ tóku þátt nemendur og kennarar frá Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal. Þátttakendur frá FÁ voru kennararnir Þórhallur Halldórsson og Ásdís Þórðardóttir auk fimm úrvalsnemenda af Nýsköpunar- og Listabraut. Nemendur útbjuggu í sameiningu kynningu um sjálfbærni, skólann okkar og Reykjavík og útbjuggu hlut sem þau gáfu nýtt líf og kynntu. Gestgjafinn, franski skólinn Lycée Félix Le Dantec, er staðsettur í bænum Lannion er tilheyrir héraðinu Bretagne, skaga sem teygir sig út í Atlandshafið. Strandlengja Bretagne er 1200 kílómetralöng og um hana fara gríðarlega miklar siglingar og mikið náttúrulíf sem er mikilvægt fyrir vistkerfi heimsins og er viðkvæmt fyrir umhverfisslysum og loftslagsbreytingum. Farið var í vettvangsferðir um fallegar strandlengjur og skilningur nemenda dýpkaður á viðkvæmni hringrásar vistkerfisins. Auk vettvangsferða og margvíslegra vinnusmiðja þar sem unnið var þvert á þjóðerni heimsóttum við öfluga endurvinnslu sem sinnir rúmlega 200.0000 manna samfélagi. Dagskráin var almennt mjög þétt alla daga. Vinnusmiðjur, málstofur og kynningar og nemendur settu upp stutta leikþætti fyrir hvern annan. Auk alls þessa gistu nemendur á heimilum franskra nemenda og kynntust í leiðinni fjölbreyttri franskri heimilismenningu. Nemendur voru á allan hátt til sóma í framkomu og þátttöku í verkefninu.

Eldri verkefni

29. 4. 2024 - A Green Day verkefnið

25.4. 2023 - GAIA - Erasmus+ verkefni

25.4.2023 - Heimsókn til Frakklands

 13.9.2022 - Heimsókn frá Frakklandi

2.6.2002 - Skólaheimsókn til Toronto 

Síðast uppfært: 28. maí 2025