Erlent samstarf - fréttir

01.12.2025

Draumalið í Lannion

Sex nemendur úr Fjölbrautarskólanum á Ármúla tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Lannion í Frakklandi dagana 12.–18. nóvember ásamt kennurunum Ásdísi Magneu og Þórhalli. Heimsóknin var hluti af Erasmus+ verkefninu “Democracy and Freedom” sem unnið er í samstarfi við skóla frá Lannion, Frakklandi, Emden Þýskalandi og Santo Tirso Portúgal. Nemendum var skipt upp í sex blandaða hópa með einn fulltrúa FÁ í hverjum hóp. Markmiðið var að draga fram helstu áskoranir Evrópubúa og leggja fram kröfur um lausnir sem verða lagðir fyrir þingmenn Evrópuráðsins í byrjun febrúar. Nemendur fóru í heimsókn til Rennes, höfuðborgar Bretagne héraðsins. Þar tóku þeir þátt í ratleik, fengu ítarlega kynningu á dómshúsinu og nutu frjáls tíma í borginni áður en allir fóru saman út að borða. Einnig var eitt stærsta dagblað Frakklands, Ouest France heimsótt. Nemendahópurinn var sannkallað draumalið, jákvæð og glöð, spurðu áhugaverðra spurninga, tóku virkan þátt í verkefninu sem skilaði niðurstöðum. Þau voru okkur öllum sér og sínum til sóma og gleði. Framhaldið - næst á að hittast í Brussel í byrjun febrúar.......
12.11.2025

Heimsókn frá Salamanca á Spáni

Núna í vikunni erum við með gesti frá Salamanca á Spáni. Þær Yoanna, Carmen og Eva kenna á heilbrigðisbraut í I.E.S. Martínez skólanum sem er í Salamanca. Þær eru hér til að kynna sér betur starfið í skólanum og þá sérstaklega í Heilbrigðisskólanum. Við bjóðum þær velkomnar!
09.10.2025

Vinnustofur í sýndarveruleika

Fjölbrautaskólinn við Ármúla tók á móti gestum frá Ítalíu, Grikklandi og Tyrklandi í september í tengslum við Erasmus+ verkefnið We Shape the Future: Integrating AI, AR and VR in Education. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og vinnustofur þar sem þátttakendur könnuðu hvernig hægt er að nýta sýndarveruleika í námi og kennslu. Nemendur, kennarar og aðrir þátttakenndur lærðu meðal annars að skapa sína eigin sýndarheima og prófuðu sýndarveruleikabúnað þar sem þau gátu flogið um sólkerfið í geimskipi. Dagskráin endaði með vel heppnaðri ferð um Gullna hringinn ásamt fræðandi leiðsögn og klassískum íslenskum flatkökum með hangikjöti.
12.09.2025

Heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu

Núna í vikunni vorum við með góða gesti í heimsókn frá Ferrentino á Ítalíu, þær Sara Colatosti og Daniela Meaglia. Þær voru í undirbúningsheimsókn að kanna hvort skólarnir okkar geti unnið saman að verkefni. Við stefnum á að hefja samstarfið næsta haust en þá koma fimm nemendur frá þeim í heimsókn til okkar. Þær Edda Lára og Jeannette tóku vel á móti þeim, funduðu, sýndu þeim skólann og svo kíktu þær í kennslustundir. Við hlökkum til frekari samstarfs með þeim Sara og Daniela.
26.08.2025

Heimsókn frá Mataró á Spáni

Nú er skólastarfið komið á fullt og það þýðir að erlenda samstarfið okkar er líka hafið. Á hverju ári fáum við fullt af heimsóknum frá aðilum frá skólastofnunum víða um heim sem vilja kynna sér starfið í skólanum okkar. Þessa vikuna er hún Bàrbara Ruiz Soliva frá Maristes Valldemia í Mataró, Spáni er heimsókn. Hún kennir ensku, stærðfræði, hagfræði og nýsköpun. Nemendur hennar eru frá 12 til 16 ára. Á myndinni er hún í heimsókn í ensku hjá Alice.
24.06.2025

BGreen kvikmyndahátíð í Portúgal

Hópur nemenda frá FÁ skellti sér til Portúgal á dögunum til að taka þátt í kvikmyndahátíðinni BGreen Festival sem var haldin í Santo Tirso, skammt frá Porto dagana 3. - 7. júní. Atli Sigurjónsson kvikmyndakennari og Þórhallur Halldórsson líffræðikennari fylgdu þeim Arngrími Búra, Helenu Freyju, Heorhii, Steini og Önu á hátíðina. BGreen er hátíð fyrir ungt fólk sem leggur áherslu á umhverfismálefni og felst í því að nemendur gera stutta spotta (30-45 sek) út frá ákveðnu þema sem hátíðin leggur fram – í þetta skiptið var þemað „Smart solutions, green future“. Hundruðir skóla um allan heim sentu inn myndir og rúmlega tuttugu voru valdar, þar á meðal mynd frá okkar nemum.
20.06.2025

Sjúkraliðanemar tóku á móti nemum frá Portúgal og Tékklandi

Dagana 30. mars til 5. apríl sl. komu í heimsókn til okkar í Fjölbraut við Ármúla, sjúkraliðanemendur frá Tékklandi og Portúgal. Var heimsóknin þriðji og jafnframt síðasti fundur ERASMUS + verkefnis sem þessir þrír skólar hafa starfað saman að síðan undirbúningur hófst haustið 2023. Áður höfðu nemendur og kennarar frá FÁ heimsótt Trutnov í Tékklandi í janúar 2024 og svo Coimbra í Portúgal í október 2024.
28.05.2025

Erasmus verkefni – sérnámsbraut FÁ og Ängelholm gymnasiet í Svíþjóð

Fjórir starfsmenn sérnámsbrautar tóku þátt í „job shadowing“ verkefni með tveimur kennurum í Ängelholm á Skáni í Svíþjóð á þessari önn. Þetta voru Dóra, Finnbjörn, Hlynur og Inga Maggý á sérnámsbraut. Frá Ängelholm voru það Louise og Ulrika sem komu í heimsókn til okkar 7.-9.apríl. Þær fylgdust með kennslu í öllum okkar námshópum auk þess sem þær sýndu nemendum okkar myndband sem var kveðja frá nemendum í Ängelholm.
27.05.2025

Sýndarveruleiki og gervigreind í skólastarfi

Þrír kennarar Fjölbrautaskólans við Ármúla ferðuðust til Ítalíu á dögunum í tengslum við Erasmus+ verkefnið We Shape the Future: Integrating AI, AR and VR in Education. Um er að ræða samstarfsverkefni milli þriggja skóla sem staðsettir eru á Íslandi, Grikklandi og Tyrklandi auk aðkomu sérfræðinga frá Ítalíu sem veita leiðsögn og fræðslu. Markmið verkefnisins er að kanna með hvaða hætti sýndarveruleiki, gagnaukinn veruleiki og gervigreind getur nýst í námi og kennslu innan STEM-greina, þ.e.a.s. greina á sviði verkfræði, stærðfræði, raunvísinda og náttúruvísinda.
19.05.2025

Sjálfbærar flutningsleiðir í Evrópu árið 2050

Dagana 26. febrúar – 5. mars tók FÁ þátt í Erasmus verkefninu Sustainable Mobility in Europe 2050). Fimm úrvalsnemendur frá skólanum tóku þátt; þau Birna Clara, Dísa María, Heorhii, Ísold og Míkah ásamt kennurunum Ásdísi og Þórhalli. Samstarfsskólarnir frá Sante Tirso í Portúgal, Lannion í Frakklandi og Emden í Þýskalandi sendu viðlíka fulltrúa.

Eldri verkefni

29. 4. 2024 - A Green Day verkefnið

25.4. 2023 - GAIA - Erasmus+ verkefni

25.4.2023 - Heimsókn til Frakklands

 13.9.2022 - Heimsókn frá Frakklandi

2.6.2002 - Skólaheimsókn til Toronto 

Síðast uppfært: 28. maí 2025