Fréttir af sérnámsbraut

Fyrirsagnir frétta

19.01.2026

Nemendur á sérnámsbraut heimsóttu Hjálparsveit skáta Garðabæ

Nemendur í áfanganum Starfsnám og Lok á sérnámsbraut heimsóttu Hjálparsveit skáta Garðabæ. Þar fengu þeir innsýn í starf björgunarsveitarinnar, kynntust tækjum og búnaði og lærðu um það mikilvæga hlutverk sem sveitin gegnir í samfélaginu. Heimsóknin var bæði fræðandi og áhugaverð og fengu nemendur að prófa allskonar tæki og tól.
10.12.2025

Jólagleði á sérnámsbraut

Nemendur á sérnámsbraut eru komnir í jólafrí eins og aðrir nemendur FÁ. Þar er jólaandinn búin að svífa yfir undanfarið. Í gær, síðasta dag fyrir jólafrí, var jólagleði hjá nemendum. Þau skreyttu piparkökur, skáru út laufabrauð, jólatónlist var spiluð. Hápunkturinn var svo þegar jólasveinninn kíkti í heimsókn við mikið fögnuð viðstaddra.
28.11.2025

Hittu forsetisráðherra

Nemendur í stjórnmálafræðiáfanga á sérnámsbraut kíktu í vettvangsferð í gær og fóru meðal annars í heimsókn á Alþingi og kíktu á Stjórnarráðshúsið. Þar voru þau svo heppin að rekast á Kristrúnu Frostadóttur forsetisráðherra sem spjallaði smá við þau og fengu þau mynd af sér með henni.
24.05.2025

Útskrift af sérnámsbraut vor 2025

Þann 23. maí 2025 útskrifuðust 8 frábærir einstaklingar af sérnámsbraut eftir fjögurra ára nám. Fimm nemendur útskrifuðust kl. 11:00 í lítilli og notalegri útskrift inni á sérnámsbraut með aðstandendum og starfsmönnum. Magnús skólameistari var með ávarp og Dóri kíkti í heimsókn og spilaði nokkur lög á gítar. Inga Maggý afhenti svo nemendum skírteinin sín og svo var boðið upp á léttar veitingar. Þrír nemendur útskrifuðust svo í hátíðarsal skólans kl. 13:00. Við óskum öllum útskriftarnemum velfarnaðar og þökkum fyrir árin fjögur.

.

Síðast uppfært: 24. maí 2025