Búa til profile

Þeir sem eru í mismunandi framhaldsskólum eða eru í fjarnámi FÁ og starfa í opinberri stofnun eru með fleiri en einn Microsoft notendareikning (Account). Ef það á við um þig getur þú lent í því að árekstrar verða milli reikninga. Þetta gerist þegar notandi skráir sig ekki út (Sign out) úr einum notendareikningi áður en hann ætlar að skrá sig inn í annan notendareikning.

Til eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að árekstrar verði á milli notendareikninga.

  • Nota sitt hvorn vafrann (Goofle Chrome og Micrsoft Edge) ef t.d. tveir notendareikingar eru notaðir.
  • Ef notaðir eru fleiri en einn notendareikningur þá er hægt að búa til prófíl fyrir hvorn notendareikning fyrir sig í vafranum sem mest er notaður. Hér er gengið út frá því að flestir noti Google Crome vafrann og því eru leiðbeiningarnar hér fyrir neðan miðaðar út frá því. Samsvarandi prófíla er hægt að búa til í Microsoft Edge vafranum sem og Firefox vafranum.

Búa til Profile í Google Chrome

Efst í hægra horni vafrans finnur þú prófílinn þinn. Annað hvort er hann með mynd af þér eða kemur fram sem tákn fyrir mynd. Með því að smella á myndina/táknið opnast listi.

Þú velur valkostinn  Add Chrome profile neðarlega í listanum.


Við það opnast eftirfarandi gluggi: Veldu valkostinn „Continue without an account“ því hinn valkosturinn er bara ætlaður fyrir @gmail aðgang.

Hér getur þú valið hvaða leitarvél þú notar.

Í lokaskrefinu gefur þú prófílnum nafn og velur þér litaþema ef þú vilt. Að því loknu staðfestirðu með því að velja hnappinn Done.

Nú er prófíllinn tilbúinn og þú til í að skrá þig inn í Moodle. Skrifaðu slóðina www.fa.is inn í Addressulínuna í vafranum eins og fram kemur á myndinni hér fyrir neðan.

 

Upp kemur heimasíða FÁ og þú velur hnappinn Moodle. 

Nú skráir þú þig inn með skólanetfanginu þínu og lykilorðinu sem þú fékkst sent og tengist Moodle og Microsoft Office 365.

 

Þegar þú ræsir Google Chrome í næsta skipti þá kemur upp síða þar sem þú velur prófilinn sem þú bjóst til. Þú notar hann alltaf þegar þú ætlar inn í Moodle.

Síðast uppfært: 29. ágúst 2025