Stöðupróf í erlendum tungumálum

Stöðupróf í erlendum tungumálum

Hverjir mega taka stöðupróf?

Allir nemendur FÁ (dagskóla- og fjarnámsnemendur) mega taka prófið gegn greiðslu. Stöðupróf í erlendum tungumálum eru fyrir nemendur sem telja sig hafa náð árangri í tungumálinu og að þau munu ekki hafa ávinning af kennslu í viðkomandi tungumáli á fyrstu tveimur þrepum framhaldsskólans. Nemandi ber sjálfur ábyrgð á því að afla sér upplýsinga um möguleika á því að taka stöðupróf.

Uppsetning á prófum.

Skriflegt próf þar sem lesskilningur, orðaforði, málfræði eru metin. Stutt munnlegt próf til að meta talfærni og skilning á töluðu máli. Prófið er sett upp þannig að hver hluti er ígildi eins áfanga. Mikilvægt er að ljúka hverjum prófhluta fyrir sig, í þeirri röð sem hann er í prófinu til þess að fá viðeigandi áfanga metinn.

Tímasetning stöðuprófa

Þau eru haldin í byrjun haustannar í þeim tungumálum sem kennd eru við dagskólann: enska, danska, spænska og þýska. Nemendur skrá sig í prófið á heimasíðu skólans. Ef nemendur taka stöðupróf í öðrum skólum fá þeir einingarnar metnar inn í ferilinn hjá FÁ.

Hversu margar einingar er hægt að fá metnar?

Að hámarki eru metnir tveir áfangar (10 ein) á öðru þrepi í ensku og dönsku. Metnir eru að hámarki fjórir áfangar (20 ein) í þriðja tungumáli, þrír á fyrsta þrepi og einn á öðru þrepi að hámarki.

Hvenær og hvernig er úrlausn prófa veitt?

Nemendur þurfa að fá 8 í hverjum hluta prófsins til að fá áfanga metinn. Niðurstaða prófanna skal liggja fyrir viku eftir prófdag. Hafi nemandi staðist stöðupróf er áfanginn skráður í INNU með einkunnina M (metið).

Sérþarfir

Ef nemandi er með greiningar á hann rétt á þeim sömu sérþörfum eins og er í boði í lokaprófum í skólans.  Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að sækja um sérþarfir tímanlega fyrir prófið hjá náms- og starfsráðgjafa.

Þriðja tungumál

Möguleiki er að fá þriðja tungumál á stúdentsprófi metið ef nemandi nær að lágmarki 15 einingum í stöðuprófi í tungumáli öðru en ensku eða dönsku.

Stöðupróf í öðrum skólum - vorönn 2026

Stöðupróf í úkrainsku 21. janúar kl. 15:00 Haldið í Menntaskólanum við Sund Prófgjald er um 25.000 kr. Skráning lokar 16. janúar. Sjá nánari upplýsingar og skráðu þig hér: https://www.msund.is/is/vidburdir/stoduprof-i-ukrainsku
 
Stöðupróf í þýsku, litháísku, spænsku og portúgölsku 27. janúar kl. 10:00–12:00 Haldið í Menntaskólanum við Sund Prófgjald er um 15.000 kr. Skráning lokar 23. Janúar. Allar upplýsingar og skráning: https://www.msund.is/is/vidburdir/stoduprof-i-thysku-lithaisku-spaensku-og-portugolsku
 
Stöðupróf í bosnísku, króatísku og serbnesku 9. febrúar kl. 10:00 Haldið af Fjölbrautarskóla Snæfellinga Prófgjald er um 18.000 kr. (greitt fyrir 4. febrúar) Skráning fer fram með því að senda póst á agnes@fsn.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og skóla. Nánari upplýsingar og skráning: https://www.fsn.is/is/vidburdadagatal/stoduprof
 
Stöðupróf í pólsku. Haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar 2026 klukkan 16:30. Skráning fer fram á heimasíðu skólans og þarf að skrá sig ekki síðar en 20. Febrúar. https://www.kvenno.is/is/frettir/stoduprof-i-polskuogloszenie-1?fbclid=IwY2xjawOSadlleHRuA2FlbQIxMQBicmlkETA2ZVlXNUJrb3VvZFRBbjRIc3J0YwZhcHBfaWQQMjIyMDM5MTc4ODIwMDg5MgABHnAeFbPtBx_xlqXXCCiBqEsdv-aC7wrgPr7WwP2OCjmYn5AIJo6u5NgS5HVD_aem_Lfft7FCZrpSE3EASFCPVqQ
Síðast uppfært: 12. janúar 2026