SÁLF2AA05 - Inngangur að sálfræði

Í boði : Haust, Vor, Sumar
Flokkur : Fjarnám

Lýsing

Í fyrsta lagi fjallað um helstu stefnur sálfræðinnar og helstu starfssvið sálfræðinga. Í öðru lagi er fjallað um námssálarfræði eins og virka skilyrðingu og viðbragðsskilyrðingu. Í þriðja lagi fjallað um hugrænar kenningar um æðra nám eins og sýndarnám og innsæisnám og einnig fjallað nokkuð ítarlega um minnið. Í því sambandi fjallað um minnistækniaðferðir og námstækni. Nemendur skila einu verkefni fyrir hvern kafla sem tekinn er fyrir í kennslubókinni.

Kennslugögn: Inngangur að sálfræði eftir Kristján Guðmundsson og Lilju Ósk Úlfarsdóttur. JPV útgáfa 2008

Námsmat: Lokapróf með lágmarkseinkunn 4.5

Moodle krossapróf, verkefni og lokapróf 65%